Aðspurðir hver ástæðan sé fyrir því að ákveðið var að selja t.d. gæludýravörur á síðu sem ber orðið „tækni“ í nafninu, svara eigendurnir, „Tækni er jú algengast notað yfir rafmagnsvörur og aðrar tækni framfarir, en þær vörur sem við bjóðum uppá eru einmitt öðruvísi tækni við áður þekktar vörur. Þó svo að varan sé ekki rafknúin eða nettengd sem dæmi, þá er hér verið að uppfæra viðkomandi vörur og tæknina á bakvið það hvernig þær virka.“
AK Tækni er eingöngu vefverslun og eru vörur sendar frá Akureyri.