Umhirða á rafhlöðum

Umhirða á Li-ion 18650 rafhlöðum og öðrum stærðum er afar mikilvæg viljiru forðast slysahættu sem þeim kann að fylgja.
Li-ion rafhlöður þurfa ekki að vera hættulegar svo lengi sem varlega er farið.

18650 rafhlöður sem ganga í flest vape koma alltaf vafðar í plast húð sem ver þær fyrir skammhlaupi. Rifni þessi plast húð skal fara með rafhlöðuna strax í næstu vape verslun eða til söluaðila sem sér um 18650 rafhlöður og láta skipta um húð á þeim.

Sé komin dæld í rafhlöðuna skal hætta notkun hennar strax! Dæld í rafhlöðu getur haft áhrif á þrýstingin innra með rafhlöðunni sem gæti haft slæmar afleiðingar í för með sér.

Aldrei skal setja óvarða rafhlöðu beint í vasa með klinki eða lyklum. Rafhlöður eiga alltaf að vera í geymslu boxi ef þær eru ekki í rafrettunni til að sporna við skammhlaupi.

Aldrei nota rafhlöður í vape sem þú ert ekki viss um hvaðan komu. Keyptu aðeins rafhlöður frá söluaðilum sem geta staðfest hvaðan rafhlöðunar koma og frá hvaða framleiðanda.

Má bjóða þér að deila þessari síðu?
 •  
 •  
 •  
 •  
 •  
 •  
 •  
 •  
 •  
 •  
 •