Þó við Íslendingar búum ekki beint í stórborgum, þá gerum við okkur flest grein fyrir því að aðal vandamálið við það að búa í stórborg er takmarkað pláss.
En hvað er hægt að gera til þess að laga slíkt vandamál?
Nýtt verkefni sem ber nafnið „Rising Oases“ á að tækla þetta vandamál á framúrskarandi hátt. Verkefnið er unnið af prófessor Georges Kachaamy, stjórnanda „Center for Research, Innovation and Design“ í Amercian University in Dubai (AUD)
Frá þessu er greint á vef CNN

Í rúman áratug hefur Kachaamy unnið að hönnun á fljótandi arkitektúr og vakti útkoman gífurlegar eftirtektir á hönnunar viku í Dubai sem haldin er dagana 11-16 nóvember.
„Risin Oases“ gerir ráð fyrir mögulegri framtíð þess að hafa fljótandi svæði yfir stórborgum þar sem fólk getur farið og slappað af frá amstri og þrengslum hins daglega lífs stórborgaríbúa.
„Þegar þú áttar þig á möguleikunum fer maður að trúa því að þeir eru ekki svo langt frá raunveruleikanum, þetta er ekki vísindaskáldskapur“ segir Kachaamy.

Kachaamy hóf þessa vinnu í skólagöngu sinni í Japan fyrir 13 árum og byrjaði þetta allt á 10cm stórum hönnunum með hjálp segla. Núverandi frumgerð er nánast 2 metra löng og má búast við því að sú næsta verði töluvert stærri.
Hann er núna að vinna hvað helst með fljótandi segla (e. magnetic levitation) í bland við súper létt 3d prentuð plast módel til þess að ná að láta sem stærstu hluti fljóta í lausu lofti.
„Maður verður að finna jafnvægi milli þyngdar á hönnuninni og styrk tækninnar“ segir hann. „þá getur maður náð frábærum árangri og magnaðari frumgerðum“

Möguleikarnir í kringum fljótandi arktektúr eru margir og fjölbreyttir.
Þessi tækni mun koma til með að bjóða upp á aukið landsvæði fyrir gróður, meira skipulag og varnir gegn náttúruhamförum eins og flóðum og jarðskjálftum.
Kachaamy vonast til þess að ná að klára hönnunina á þessari tækni allt upp í fulla stærð og lokaútgáfur á sinni lífsleið og er hann vongóður um að ná því markmiði.
Þó þessi tækni virðist fjarstæð og langt frá því að vera nothæf, þá verður gaman að fylgjast með þróun þessarar tækni á komandi áratugum.