Fyrirtækið Escape Akureyri býður upp á nýja tegund afþreyingar. Um er að ræða svk. “Flóttaleiki” (e. real life escape games).
Flóttaleikir eru einstaklega spennandi afþreying sem hentar vel fyrir vinahópa, fjölskyldur, vinnufélaga og skólafélaga. Leikirnir eru krefjandi og reyna á útsjónarsemi, samvinnu, athyglis og skipulagshæfileika. Hópurinn hefur aðeins 60 mínútur til að finna og ráða í vísbendingar og leysa mismunandi erfiðar þrautir sem standa í vegi fyrir útgöngu.