Viðkvæmar loppur hunda yfir veturinn

Þó flestir hundar elska það þegar að allt fer á bólakaf í snjó, þá elska þeir ekki saltið sem oft er borið á göngustíga og götur á vetrarmánuðum.

Saltið fer nefnilega mjög illa í loppurnar á þessum elskum og er mikilvægt að verja þær vel ef planið er að fara í göngutúra á köldustu mánuðum ársins, aðalega ef þið búið í bæjarfélagi sem notar salt á göngustíga og götur.

En hve slæmt er þetta í raun og hvað er hægt að gera til þess að komast hjá því að loppurnar verði aumar?
Við heyrðum í Elfu Ágústsdóttur, dýralækni hjá Dýraspítalanum Lögmannshlíð á Akureyri og fengum svör við nokkrum spurningum er þetta mál varðar.

Hundar elska flestir að leika sér í snjó
Mynd: Carina Brida 

Salt fer illa í loppur

Já, salt getur ert húðina á loppum og valdið þurrki og sprungum.“ svarar Elfa þegar við spurðum hana hvort að salt færi í raun og veru illa í loppur á hundum „ Þá finnst hundinum vont að ganga og þófarnir verða mjög aumir .“

Ýmislegt er hægt að gera til þess að koma í veg fyrir skaða og óþægindi, en ber þar allra helst að nefna að notast við sérstakt þófasmyrsli ásamt því að mjög gott er að skola fætur hunda þegar heim er komið.
Elfa mælir með að bera gott þófasmyrsli á loppurnar daglega.
Einnig er gott að klippa hár milli þófa svo að ekki myndist klaki sem særir hundana á göngu.“ Segir Elfa. „Gott er að skola vel af hundum þegar heim er komið, svo að salt og drulla þorni ekki í feldi og valdi ertingu á fótum og kvið.“

Elfa dýralæknir með nýfædda hvolpa
Mynd: Elfa

Salt ekki það eina sem særir

Salt er ekki eini skaðvaldurinn sem ber að varast á veturna, en fíngerður steinsalli sem stundum er borinn á gangstíga í hálku getur líka sært fætur og þófa hunda að sögn Elfu.

Mikilvægt er því að fylgjast með þófum hunda yfir veturna og meta hvort göngulag breytist hjá eða hvort þeir sýni önnur merki um óþægindi svo hægt sé að grípa inn í áður en illa fer.

Ef vafi er á hvernig fara eigi að við meðhöndlun á fylgikvillum vetrareymsla á loppum, mælum við með því að þið ráðfærið ykkur við ykkar dýralækni.

Má bjóða þér að deila þessari síðu?
  • 55
  •  
  •  
  •  
  •  
  •  
  •  
  •  
  •  
  •  
  •  
    55
    Shares
  • Post author:
  • Post category:Gæludýr