Trump bakkar frá bragðefnabanni

Donald Drump Bandaríkjaforseti stóð fyrir hóp umræðufundi með leiðandi kröftum vape markaðsins, mótherjum vape markaðsins, talsmönnum tóbaks- og lyfjarframleiðenda og sérfræðingum úr læknaheiminum.
Fundurinn sem var haldinn föstudaginn 22 nóvember, tók rúmlega klukkutíma og var aðal umræðuefnið sem stóð upp úr þeirri umræðu meint bragðefnabann í Bandaríkjunum og hvað annað væri hægt að gera til þess að draga úr notkun ungmenna á rafrettum.

Hættur við bragðefnabann

Trump kom mörgum á óvart og olli mikilli reiði hjá tóbaksframleiðendum, lyfjaframleiðendum og öðrum mótmælendum rafrettna á fundinum, þegar hann byrjaði að tala gegn bragðefnabanni.
Hann leyði þó öllum að koma sínum athugasemdum á framfæri en fór ávalt aftur í mjög rökstuddan grun um að ef bragðefnin verði bönnuð, þá myndi það bæði gera útaf við flest fyrirtæki í þessum bransa ásamt því að vörurnar færu þá einfaldlega bara á svarta markaðinn.

Rafrettu notendur, eða veiparar eins og þeir eru oft kallaðir, fagna þó ákvörðun hans vel, enda nota yfir 90% fullorðinna veipara bragðbætta vökva, á meðan að einungis 3-6% nota tóbaksbragð samkvæmt könnunum.

21 árs aldurstakmark

Allir á fundinum voru þó sammála því að það ætti að hækka lögaldur til kaupa og notkunar á rafrettum upp í 21 árs aldurinn allstaðar í Bandaríkjunum.
Slíkt breyting er skiljanleg, en þó takmarkað sem slíkt mun gera með tilliti til notkunar unglinga á rafrettum.

Mikilvægt væri að taka frekari skref til þess að takmarka aðgengi ungmenna að þessari tækni og voru allir á fundinum sammála því, þó skiptar skoðanir voru á lausnartillögum meðstaddra.
Á meðan meðmælendur vape tækninnar komu með ýmsar tillögur, voru mótherjarnir eingöngu að tala um að þeir vildu láta banna öll bragðefni, þrátt fyrir að nánast öruggt þyki að slíkt muni eingöngu leiða til aukinnar hættu og auðveldara aðgengi ungmenna vegna stækkunar á svarta markaðinum, ásamt því að slíkt muni takmarka virkni tækninnar fyrir fullorðið fólk sem vill hætta sígarettunotkun.

Donald Trump og Mitt Romney sátu meðal annars fundinn
Mynd. Skjáskot af beinni útsendingu frá fundinum – Regulatorwatch.com

rúmlega 2 mánuðir liðnir síðan Trump hótaði bragðefnabanni

Þann 11. september 2019 var slæmur dagur fyrir rafrettu markaðinn, en þá sagði Trump frá því að hann myndi berjast fyrir því að banna öll bragðefni nema tóbaksbragð fyrir rafrettur.
Talaði hann um að þetta væri eina lausnin til þess að komast hjá notkun ungmenna á þessum vörum, og stóð fastur á því.
Ástæða þess að hann ákvað að ráðast í þá umræðu var þó aðalega vegna mikillar pressu frá eiginkonu sinni og dóttur hans, en þær hafa miklar áhyggjur af unglinganotkun á rafrettum.

Aftur á móti var Trump lengi að taka loka ákvörðun um málið og kvöldið áður en hann átti að skrifa undir tilskipun um málið þann 4. nóvember , hætti hann við og tjáði sínu fólki að hann hafi skipt um skoðun og vildi ekki framfylgja banninu.
Ástæðan fyrir þessari ákvörðun Trump var að hann hafði áhyggjur af því að slíkt myndi leiða til þess að gífurlega margir myndu tapa atvinnu sinni.

Veiparar hafa verið mjög óánægðir með Trump þar til nú.

MIkil barátta hefur átt sér stað meðal veipara í Bandaríkjunum síðan að Trump byrjaði að tala fyrir bragðefnabanni. Fólk hefur mætt í miklum fjölda fyrir utan Hvíta Húsið, á umræðupalla, mótmæli og margt fleira víðsvegar um Bandaríkin síðsutu 2+ mánuði.

Hitinn varð það mikill að herferðir á við #WeVapeWeVote settu Twitter nánast á hliðina. Það var það mikið af nýskráningum á Twitter þar sem fólk var eingöngu að skrá sig til þefss að tísta til forsetans og ráðamanna í Bandaríkjunum að á tímabili hélt fólk að um væri að ræða svokallaða „Bots“ eða „vélmenni“ en í raun var þetta allt saman manneskjur sem vildu tjá sig um óánægju sína.
Mörg milljón tíst komu á stuttum tíma eftir að myllumerkið fór af stað.

Út frá því kom nýtt myllumerki til sögunar #NotaBot sem notað var ásamt #WeVapeWeVote og er enn við mikla notkun í dag.
Fólk vill hreinilega láta vita að það kemur ekki til með að kjósa aðila sem taka bætt lífsgæði frá þeim.

Mótmælendur fjölmenna við Hvíta Húsið 7. nóvember 2019
Mynd: David Butow fyrir Rolling Stone

Trump vissi ekki mikið um þennan markað

Hann vissi ekki mikið um málefnið og var eingöngu að gefa út þessa tilskipun fyrir Melania og Ivanka“ sagði háttsettur embættismaður stjórnsýslunnar í samtali við Washington Post. En hann talaði með skylirði um nafnleynd til þess að deila umræðunni með fjölmiðlum.

Síðustu mánuði hafa bæði eiginkona hans og dóttir, sem báðar hafa auknar áhyggjur af notkun ungmenna á rafrettum, verið að ýta mikið á Trump að gera eitthvað í málinu.
Trump er ekki hættur í baráttunni, en hefur þó loksins kynnt sér málið almennilega og er að vinna út frá þeim upplýsingum sem hann hefur aflað sér ásamt þeim sem hann fékk á hópfundinum á föstudag.

Óvíst með næstu skref

Hvort að ríkisstjórnin og bandaríkjaforseti muni koma með nýja stefnuyfirlýsingu í vape málinu er óvíst.
„Trump forseti og stjórnin hans hafa skuldbundið sig til þess að vernda heilsu barna“ segir Judd Deere, talsmaður Hvíta hússins í samtali við Washington Post. „ Eins og staðan er núna erum við í áframhaldandi regluverksgerð og ég get ekki getið mér til um loka útkomu þeirrar vinnu“

Það verður því fróðlegt að sjá hvaða ákvörðun Trump mun taka næst er kemur að vape markaðinum í bandaríkjunum.

Má bjóða þér að deila þessari síðu?
 • 36
 •  
 •  
 •  
 •  
 •  
 •  
 •  
 •  
 •  
 •  
  36
  Shares