Jólin hefjast formlega í Hafnarfirði á föstudagskvöld!

Jólaþorpið í Hafnarfirði verður opnað með hátíðlegri dagskrá á Thorsplani þegar ljósin verða tendruð á jólatrénu föstudaginn 29. nóvember. Jólatréð er gjöf frá Cuxhaven, vinabæ Hafnarfjarðar í Þýskalandi. Lúðrasveit Hafnarfjarðar og Karlakórinn Þrestir flytja nokkur jólalög og Björgvin Halldórsson og Auður syngja.

Jólaþorpið í Hafnarfirði.
Mynd: Lalli Kalli

Fyrstu opnunarhelgina stelast jólasveinarnir úr Dimmuborgum í heimsókn og bregða á leik með gestum jólaþorpsins en aðrar opnunarhelgar sjá hinir rauðklæddu jólasveinar og Grýla um að kynna dagskrána og bjóða uppá myndatökur í sérútbúnum myndakassa. Jólaþorpið verður opið alla laugardaga og sunnudaga á aðventunni frá kl. 13-18 og iðar af lífi og fjöri í kringum jólin þar sem gestir Hafnarfjarðar fá að njóta skemmtidagskrár á Thorsplani, kíkja í litlu jólahúsin og verslanir, veitingastaði og söfn bæjarins í nágrenninu.

Landsþekktur vettvangur.

Litlu fagurlega skreytt jólahúsin í Jólaþorpinu í Hafnarfirði eru orðin landsþekktur söluvettvangur fyrir ýmiss konar gjafavöru, handverk og hönnun sem tilvalið er að setja í jólapakkann ásamt gómsætum veitingum til að borða á staðnum og ljúfmeti til að taka með heim á veisluborðið. Hægt er að kynna sér dagskrána á jolathorpid.is og hafnarfjordur.is en alla opnunarhelgina verður af nægu að taka fyrir alla fjölskylduna. Á laugardag mun Guðrún Árný leika nokkur jólalög og Tónafljóð verða með ævintýralega jólaskemmtun. Á sunnudag koma þær Skoppa og Skrítla og skemmta og Heiðar úr Pollapönki og Þröstur stýra jólaballi.

Bettína með hestvagninn sinn sem er fastur liður í jólaþorpinu.
Mynd: mbl.is

DAGSKRÁ JÓLAÞORPSINS helgina 29. nóvember – 1. desember 2019

Föstudagurinn 29. nóvember frá kl. 17:00 – 20:00

  • 18:00 Lúðrasveit Hafnarfjarðar.
  • 18:15 Karlakórinn Þrestir.
  • 18:30 Formaður vinabæjarfélagsins í Cuxhaven og þýski sendiherrann á Íslandi tendra jólaljósin á Cuxhaven-jólatrénu ássamt bæjarstjóra Hafnarfjarðar.
  • 18:40 Björgvin Halldórsson.
  • 19:00 Auður.

Jólasveinarnir úr Dimmuborgum koma í heimsókn og bregða á leik með börnunum og Bettína verður á ferli á Strandgötunni með hestvagninn sinn og geta áhugasamir fengið jólarúnt um bæinn fyrir sanngjarnt verð. Kynnir er Skjóða.

Laugardagurinn 30. nóvember frá kl. 13:00 – 18:00

  • 13:00 Upplestur á barnabókum í Eymundsson: Bergrún Íris og Kristín Ragna lesa upp úr bókonum, Langelstur að eilífu og Nornasaga.
  • 14:00 Söngvasyrpa frá leikhópnum Lottu.
  • 14:30 Jólasveinarnir úr Dimmuborgum bregða á leik.
  • 15:00 Tónafljóð með ævintýralega jólaskemmtun.
  • 15:30 Guðrún Árný.

Jólasveinarnir úr Dimmuborgum verða á vappi um bæinn og kynna dagskrána frá kl. 14:00 – 16:00. Bettína verður á ferli á Strandgötunni með hestvagninn sinn frá kl. 13:00 – 18:00 og geta áhugasamir fengið jólarúnt um bæinn fyrir sanngjarnt verð.

Sunnudagurinn 1. desember frá kl. 13:00 – 18:00

  • 14:00 Barnakór Ástjarnarkirkju og Barna- og unglingakór Hafnarfjarðarkirkju.
  • 14:30 Skoppa og Skrítla.
  • 15:00 Jólaball með Heiðari úr Pollapönki og Þresti.
  • 16:00 Sveinn Sigurjónsson með nikkuna.

Jólasveinarnir úr Dimmuborgum verða á vappi um bæinn og kynna dagskrána frá kl. 14:00 – 16:00. Bettína verður á ferli á Strandgötunni með hestvagninn sinn frá kl. 13:00 – 18:00 og geta áhugasamir fengið jólarúnt um bæinn fyrir sanngjarnt verð.

Takið eftir að Strandgatan frá Lækjargötu að Linnetstíg breytist í göngugötu á meðan Jólaþorpið er opið. Salernisaðstaða fyrir gesti er bakvið sviðið á Thorsplani.

Allir velkomnir!

Má bjóða þér að deila þessari síðu?
  • 18
  •  
  •  
  •  
  •  
  •  
  •  
  •  
  •  
  •  
  •  
    18
    Shares