Það þekkja það margir sem eiga ketti, hunda og ýmis önnur dýr, hve erfitt það getur verið að halda jólatrénu heilu yfir hátíðarnar.
Sérfræðingar okkar fóru á veraldarvefinn og leituðu eftir lausnum hjá Gúgúl frænda.
Þetta eru þær 10 lausnir sem stóðu upp úr eftir þá leit, en allar eiga þær það sameiginlegt að vera mjög…. tjah.. skrautlegar…
1. Plastaðu tréð inn

Kostir: Dýrin komast ekki í skrautið. Kettir geta síður klifrað. Ljósin sjást í gegn (passa að nota led). Hægt að halda því eins í geymslu fyrir næsta ár án þess að taka niður skrautið (auðvelt að færa).
Gallar: Stöðvar ekki stóra hunda í að hrinda trénu niður. Ekki umhverfisvænt. Ekki beint fallegt. Lúmskir kettir gætu fundið skrautlegar lausnir til þess að komast í gegnum plastið.
2. Raðaðu ryksugum í kringum tréð.

Kostir: Virkar frábærlega fyrir hunda sem hræðast ryksugur. Tekur ekki langan tíma að setja upp.
Gallar: Köttum gæti ekki verið meira sama. Maður þarf að eiga margar ryksugur. Sumir hundar eru ekki hræddir við ryksugur.
3. Setja upp grindverk

Kostir: Hundurinn sleppur ekki nálægt trénu. Tréð virkar mikilvægara (VIP). Margar útfærslur af grindverkum í boði.
Gallar: Kettirnir hlæja að þessari sorglegu tilraun. Þarf helst að skreyta grindverkið svo það blandist almennilega inn í jóla útlitið.
4. Festu tréð við loftið

Kostir: Þetta er gaman að horfa á, ekki séns að dýrin komast í tréð.
Gallar: Ekki beint auðvelt að setja upp.
5. Svipað og nr. 4, nema aðeins framtíðarlegra.

Kostir: Þetta er gaman að horfa á, ekki séns að dýrin komast í tréð. Framúrstefnulegt. Krakkar elska þessa lausn.
Gallar: Töluvert púsluspil að setja upp. Amma og afi eru ekkert að fara að fatta teleport conceptið.
6. Lítið tré í lokaðri lukt

Kostir: Fallegt. Einfalt. Tekur ekki mikið pláss
Gallar: Hentar ekki fyrir fólk sem vill stór tré. Ekki mikið pláss fyrir jólakúlur og fleira skraut á trénu.
7. Dragðu athyglina frá trénu með sérstöku katta „jólatré“

Kostir: Kettirnir gætu beint athygli sinni að öðru. Lífgar upp á kattarklóruna. Hægt að nota líka sem aðal „jólatréð“
Gallar: Virkar í takmarkaðan tíma. Hundar láta ekki platast svo glatt.
8. Setja tréð inn í búr.

Kostir: Heldur öllum helstu dýrum frá trénu. Hægt að læsa með hengilás.
Gallar: Erfitt að finna stórt búr fyrir stórt tré. Kettir munu pottþétt ná að tegja sig í eitthvað í gegnum rimlana.
9. Mála tré á tau og hengja upp á vegg.

Kostir: Ekki nærri því jafn freistandi að fikta. Auðvelt að setja upp. Auðvelt að ganga frá aftur.
Gallar: Minni jóla fílingur í þessu. Sumir eru hreinlega bara lélegir í að mála og teikna.
10. Geymdu tréð úti á svölum

Kostir: Kettir komast ekki í tréð. Hundar komast ekki í tréð. Lífgar upp á svalirnar. Fallegt að sjá fyrir vegfarendur sem líta að húsinu.
Gallar: Fuglar og önnur útidýr komast í það. Svifryk og fl. óhreinindi. Kettir eiga það til að sleppa út og þá verður það þeirra takmark að skemma tréð áður en þeir eru gripnir við verknaðinn.
