Jim Gaffigan í Hörpu 7 maí.

Bandaríski leikarinn, höfundurinn, og grínistinn Jim Gaffigan er á leiðinni til Íslands  með splunkunýtt uppistand, The Pale Tourist, og flytur það í Hörpu 7. maí 2020. Þetta kemur fram á vef senu.is

Jim er heimsþekkt andlit í grín senunni og hefur reglulega komið fram í svokölluðum “late night” þáttum á borð við The Late Show with Stephen Colbert, Late Night with Seth Meyers, Late Night with Conan O’Brien, The Late Show with David Letterman og Jimmy Kimmel Live. 
Hann hefur gert þrjá grínsérþætti (e.comedyspecials) sem hafa hlotið Grammy tilnefningu: Mr.UniverseObsessed og Cinco.

Grínstíllinn hans er sérstakur þar sem hann veltir upp athugunum og staðreyndum um líf sitt sem föður, leti, mat og hið daglega líf, sem hann túlkar á sprenghlægilegan og frumlegan hátt. Jim fékk þann heiður að vera með fyrsta grín sérþátt frá Amazon, Quality Time, en hann kom út í ágúst 2019 og er þessa stundina með 100% einkunn á Rotten Tomatoes.

Miðaverð er aðeins 8.900kr og eru aðeins 500 miðar í boði.

Ef þú ert Jim Gaffigan aðdáandi er þetta uppistand eitthvað sem þú mátt ekki láta framhjá þér fara. Eins og er tekið fram hér fyrir ofan eru aðeins 500 miðar í boði svo það er um að gera hafa hraðar hendur og grípa miða á meðan tækifærið gefst

Má bjóða þér að deila þessari síðu?
 • 10
 •  
 •  
 •  
 •  
 •  
 •  
 •  
 •  
 •  
 •  
  10
  Shares