Íslandi hefur verið lokað!

Það hefur nú ekki farið fram hjá neinu mannsbarni hér á landi að úti er nú agalega vont veður hér á klakanum og hefur verið frá því þriðjudaginn 10. desember. Hér eru nokkur atriði sem við höfum tekið saman varðandi stöðu mála.

Landið er að mestu lokað fyrir umferð

Eins og sjá má á meðfylgjandi mynd þá eru vegir landsins að mestu lokaðir, en þó er verið að vinna í að opna þar sem hægt er, en sem dæmi má nefna að nú er búið að opna fyrir umferð um Þrengslin og Hellisheiði.
Fólk er þó vinsamlegast beðið um að fara ekki á stjá nema nauðsynlegt sé!

Mynd: Vegagerðin

Sparið heita vatnið á Akureyri og nágrenni

Á vef Norðurorku segir: „ Allir notendur, í öllum veitum Akureyrar og nágrennis, eru beðnir um að spara heita vatnið og draga úr notkun eins og kostur er.“
Norðurorka hefur verið í vandræðum með að skaffa nægilegt magn af heitu vatni sökum rafmagnstruflana og mælum við sterklega með því að fólk fari eftir þessum óskum þeirra

Skert þjónusta og verslun.

Mörg þjónustufyrirtæki og margar verslanir hafa verið með lokað hluta úr degi bæði í gær og í dag, eða stefna á lokun í allan dag.
Íslandspóstur er með mjög skerta þjónust og matreiðslustaðir margir hverjir hafa lokað. Verslanir af ýmsum toga hafa verið með lokað og hefur verið mikil röskun á almennings samgöngum víðsvegar um landið. Einnig hefur þjónusta við eldriborgara takmarkast á ýmsum stöðum sökum ófærðar.
Að lokum ber að nefna að daggæslur, leikskólar, grunnskólar, framhaldsskólar og háskólar hafa orðið fyrir lokunum eða mikilli skerðingu víðsvegar um landið.

Haldið ykkur heima

Ef þú þarft ekki nauðsynlega að fara út, vert þú þá vinsamlegast heima, kveiktu á sjónvarpinu, njóttu þín undir teppi með heitt kakó og smákökur, eða púslaðu við kertaljós. Það er fátt sem er svo mikilvægt að það getur ekki beðið.
Ef þú nauðsynlega verður að fara út, þá ber að hafa það sterklega í huga að þó að veðrið virðist mögulega ekki svo slæmt þar sem þú býrð, þá getur það verið allt önnur saga handan við hornið. Farið því á flakk eingöngu á vel útbúnum bifreiðum og farið varlega!

Ekkert sund í dag!

Sundlaugar landsins eru flestar lokaðar, en það gæti verið öðruvísi þar sem fólk býr við þann lúxur að vera með innilaugar! Það er því erfitt fyrir fólk að slaka á í heitum potti sundlauganna þessa stundina. Við mælum með heitu baði og kertaljósi.

Þetta gengur yfir.

Þó enn sé í gangi gul, appelsínugul og rauð viðvörun víðsvegar um landið, þá skal ei stressa sig, en þetta veður mun ganga yfir von bráðar og við getum haldið áfram að lifa lífinu líkt og við erum vön.

Vangaveltur.is skilar þó sérstakri baráttukveðju til þeirra einstaklinga og fjölskyldna sem hafa komið illa undan þessu veðri sökum slysa eða tjóna af ýmsum toga. Vonum við að þið náið ykkur á gott skrið hratt og örugglega!

Einnig viljum við nota tækifærið og þakka vel unnin störf að hálfu björgunarsveita landsins sem og löggæslu og neyðarþjónustum. Það er frábært að fylgjast með hversu gott teimi við Íslendingar höfum og sést það vel á dögum sem þessum!

Má bjóða þér að deila þessari síðu?
 • 1
 •  
 •  
 •  
 •  
 •  
 •  
 •  
 •  
 •  
 •  
  1
  Share