Margir kannast við svokallaðar „salt water taffy“ einnig stundum kallaðar ávaxta karamellur þar sem það eru oftast notuð ávaxta bragðefni við gerð þeirra.
Salt water taffy er mjúk karamella sem getur komið í öllum heimsins brögðum þar sem maður notast við bragðefni við að gefa henni bragð, miðað við venjulegar karamellur sem sækja bragð sitt í blöndu af smjöri, sykri og rjóma.

Mynd: Candy Nation
Uppskrift:
- 2/3 Bolli kornsíróp (200gr)
- 1 Bolli sykur (250gr)
- 1 Matskeið maíssterkja
- 1 Matskeið smjör (15gr)
- 1/2 Bolli vatn
- 1 Teskeið salt
- Bragðefni (magn mismunandi eftir framleiðanda)
- Litarefni (Eftir hendi)
Aðferð:
- Setjið öll hráefni í meðal stóran pott og blandið vel saman yfir hita.
- Þegar smjörið hefur bráðnað að fullu saman við blönduna skaltu hita blönduna upp að 125°C (257°F). Gott er að vera með sykur hitamæli við höndina. Hægt er að nota venjulegan kjöthitamæli en hætta er þá á því að þeir séu ekki jafn nákvæmir.
- Þegar karamellan hefur náð réttu hitastigi skaltu hella henni í eldfast mót sem þú ert búinn að smyrja að innan með smjöri.
- Þegar þú telur þig geta haldið á karamellunni skalltu byrja að teigja hana og snúa upp á hana í höndunum. Því meira sem þú teigir á henni mun hún hvítna og stífna. Þegar þú hefur tosað hana í u.þ.b. 20 mín. er hún tilbúin.
- Leggðu karamelluna á yfirborð sem búið er að smyrja með smjöri og skerðu hana niður í munnbita og vefðu hana í smjörpappír.
Hvaðan kemur salt water taffy?
Salt water taffy kemur upprunalega frá Atlantic City, New Jersey í Bandaríkjonum. Talið er að firstu karamellurnar hafi verið búnar til seint á nítjándu öld. Þótt það sé ekki vitað til fulls hver það var sem fann upp þessa tegund af sælgæti er algengasta sagan sem sögð er um mann að nafni David Bradley. Hann átti að hafa átt sælgætisverslun seint á nítjándu öld sem varð fyrir flóði af völdum sjós. Þá áttu allar karamellurnar hanns að hafa orðið saltar af völdum sjósin sem flæddi inn í búðina. Eftir slysið átti hann að hafa kallað þær salt water taffy í gríni. En þar hefur greinilega verið um lán í óláni að ræða þar sem þetta hefur ætið verið vinsælt sælgæti síðan.