
Mynd: Top Gear
Stórar fréttir voru að berast úr bílaheiminum! Lada Niva sem er oftar en ekki kölluð Lada Sport fær uppfærslu. Núna kemur Ladan með tveimur 12 volta innstungum og hvorki meira né minna en tveimur bollastatífum!
En burtséð frá öllu gríni virðist þetta vera hinn fínasti bíll. Búið er að endurhanna hauspúðana og mælaborðið sem er núna upplýst með hvítum ljósum. Einnig er búið að stækka hanskahólfið og útblásturstúðana.

Mynd: Top Gear
Það er talið líklegt að hin nýja Lada Sport muni veita hinum geysivinsæla Suzuki Jimmy mikla samkeppni. Fáum bílum hefur tekist eins vel og þessum tveim að vera fjórhjóladrifnir, einfaldir og skemmtilegir allt í senn.
Lada Sport verður enn með 82 hestafla vél og fimm gíra beinskiptingu. Sem er eingöngu aðeins minni vél en er í Suzuki Jimmy