Fjör í Sunnuhlíð!

Sunnuhlíð ættu flestir Akureyringar og nær sveitungar að þekkja vel enda hefur verslunarmiðstöðin verið partur af bænum í áratugi, en þar er að finna frábærar verslanir og hina ýmsu þjónustu.

þriðjudaginn 4. febrúar verður fjör í Sunnuhlíð, en þá eru útsölulok í nokkrum af helstu verslununum sem þar má finna, ásamt frábærum kynningartilboðum á nýjum og spennandi vörum og vörukynningum.

4 verslanir í Sunnuhlíð hafa tekið sig saman og hafa ákveðið að 4. febrúar verður opið hjá þeim til 22:00 í tilefni útsöluloka. Einnig verður á staðnum Tupperware kynning milli klukkan 20:00-22:00 ásamt því að Sykurverk, ný og spennandi veisluþjónusta sem mun opna bráðlega, verður með smakk fyrir gesti og gangandi.

þær verslanir sem standa að baki þessa útsöluloka-kvölds eru Aftur Nýtt, Græni Unginn, Kerti & Spil og Quiltbúðin.

Aftur Nýtt er frábær nytjamarkaður þar sem hægt er að gera frábær kaup á notuðum hlutum. Einstaklingar leigja sér bása í vissan tíma þar sem þeir koma með föt, vörur og aðra hluti og koma þeim í verð í gegnum Aftur Nýtt.
Þessi markaðsaðferð hefur verið að gera góða hluti upp á síðkastið þar sem enn fleiri einstaklingar eru byrjaðir að huga að nýtingu á vörum í stað þess að vera ávallt að versla sér nýtt.

Græni Unginn er eina sérhæfða barnavöruverslun Akureyrar en þar má finna allt sem foreldrar sem og verðandi foreldrar gætu þurft á að halda. Verslunin er í sama húsnæði og Litli Gleðigjafinn var í hér áður og með svipað vöruúrval, en mikið er af nýjum vörum sem eru komnar eftir að Græni Unginn tók við beislinu.

Kerti & Spil er æðisleg gjafavöru og spilabúð með ört vaxandi úrval af spilum og púslum. Hægt er að gera frábær kaup þar á kertum, spilum og flott úrvali af gjafavörum.
Verslunin gekk nýlega í gegnum eigendaskipti og hafa nýir eigendur fært vöruúrvalið meira yfir í spil og púsl, svo úrvalið hefur aukist gífurlega á síðustu mánuðum.

Quiltbúðin er rótgróin handverksbúð þar sem hægt er að fá allt sem þarf til handverks. Verslunin hefur verið lengi til staðar og er því veleynd á þessum markaði.

Mynd: TW Söluráðgjafi – Sandra

Tupperware kynning á vegum Valkyrju Söndru verður eins og áður sagði á svæðinu milli klukkan 20:00 – 22:00. Valkyrja er með puttann á púlsinum þegar kemur að því hvað er vinsælt og hvað virkar í þessum málum og verður hægt að ræða við hana um þessar spennandi vörur á kynningu hennar sem staðsett verður við Aftur Nýtt á annarri hæð.

Mynd: Sykurverk

Sykurverk er fjölskyldufyrirtæki sem er að hefja rekstur á veisluþjónustu á komandi vikum. Hægt er að fá sérsniðnar kökur og kræsingar hjá þeim og er ástríða þeirra klárlega að endurspeglast í persónlegum verkum og frábæru bragði.
Hægt verður að fá smakk hjá þeim við Kerti & Spil á fyrstu hæð.

Má bjóða þér að deila þessari síðu?
 • 110
 •  
 •  
 •  
 •  
 •  
 •  
 •  
 •  
 •  
 •  
  110
  Shares