Hver hefur ekki lent í þessu!

Hver kannast ekki við að vera búin(n) að vera úti að skemmta sér yfir nóttina, ætla að kíkja í eftirpartí, mögulega fara á rangan stað, og sofna í sófanum.

Þessi herramaður frá Skotlandi vaknaði eftir eitt djammið við heldur furðulegar kringumstæður. Spurning hvort þetta myndi vera jafn fyndið í augum viðkomandi aðila ef sama saga gerðist hér á landi?

Umræddur maður semsagt var úti að skemmta sér og hafði hug á þvi að kíkja í eftirpartý, en fór því miður húsavilt. Í stað þess að skoða málið nánar lagði hann sig í sófanum og var vakinn daginn eftir af húsráðendum.

Húsráðendum þótti uppátækið hlægilegt og buðu viðkomandi upp á te og sígarettu líkt og hann væri skyldmenni í heimsókn þó svo þau þekktu viðkomandi ekki neitt.

Má bjóða þér að deila þessari síðu?
 • 5
 •  
 •  
 •  
 •  
 •  
 •  
 •  
 •  
 •  
 •  
  5
  Shares
 • Post author:
 • Post category:Húmor