Óskarsverðlaunin fyrir árið 2019

Hann Ísrael Daníel sendi okkur þessa mögnuðu samantekt þar sem hann kafar aðeins niður í Óskarsverðlaunin sem haldin verða hátíðleg þann 9. febrúar 2020 í 92. skiptið!
Umrædd grein er aðsend til okkar á Vangaveltur.is og er textinn settur hér inn óbreyttur fyrir utan einstaka myndefni og/eða breytingum á uppsetningu svo henti betur vefsíðunni.

Mynd: oscar.go.com

Óskarsverðlaunin verða afhent í 92. skiptið við hátíðlega athöfn í Dolby leikhúsinu í Los Angeles þann 9. febrúar og mun RÚV vera með beina útsendingu sem hefst um miðnætti.

Níu myndir eru tilnefndar sem besta myndin í ár enn í heildina eru 53 myndir tilnefndar í 24 flokkum. Það eru fimm leikarar sem eru að fá sína fyrstu tilnefningu til Óskarsverðlauna fyrir leik, tveir karlar og þrjár konur. Af þeim tuttugu leikurum sem tilnefndir eru fyrir besta leik í aðal- eða aukahlutverkum, þá hafa átta af þeim unnið til Óskarsverðlauna fyrir leik.

Hér verður litið yfir helstu verðlaunaflokkana og skoðað hvernig þeim tilnefndu hefur vegnað áður á þessari verðlaunahátið. Einnig verður litið til þess hvaða myndir unnu Golden Globe (veitt af samtökum erlendra blaðamanna í Hollywood), BAFTA (bresku kvikmyndaverðlaunin) og SAG (samtök leikara) í ár, en það hefur reynst góð vísbending á því hverjir koma til með að vinna til Óskarsverðlauna. Vefsíðan www.goldderby.com er mjög góð þegar kemur að því að spá til um hvaða myndir koma til með að vinna til Óskarsverðlauna og eru þær myndir sem eru tilnefndar raðaðar hér í þeirri röð sem vefsíðan telur líklegast að verði vinningshafinn. Vert er að taka það fram að þegar ártöl eru nefnd að þá er átt við árið sem tiltekin verðlaun voru veitt fyrir, ekki árið sem verðlaunaafhendingin fór fram, t.d. núna í ár fer verðlaunaafhendingin fram árið 2020 en það er verið að veita verðlaun fyrir árið 2019.

Besta myndin:

Þær níu myndir sem eru tilnefndar sem besta myndin eru eftirfarandi (í svigum kemur fram fjöldi tilnefninga sem hver mynd fékk):

  • 1917 (10) – Golden Globe besta myndin í flokki dramamynda. BAFTA besta myndin.
  • Parasite (6) – SAG besti leikarahópurinn. Golden Globe og BAFTA besta erlenda myndin.
  • Once Upon a Time in Hollywood (10) – Golden Globe besta myndin í flokki gamanmynda.
  • Jojo Rabbit (6)
  • The Irishman (10)
  • Joker (11)
  • Marriage Story (6)
  • Little Women (6)
  • Ford v Ferrari (4)

1917, Parasite og Ford v Ferrari eru ekki með tilnefningu fyrir leikara.

Ford v Ferrari fékk ekki tilnefningu fyrir handrit.

Bradley Cooper og Robert De Niro eru báðir að fá sína áttundu tilnefningu til Óskarsverðlauna. Í ár eru þeir hins vegar ekki tilnefndir fyrir leik heldur eru þeir báðir framleiðendur á myndum sem eru tilnefndar sem besta myndin, Bradley Cooper fyrir Joker og Robert De Niro fyrir The Irishman.

Parasite á góðan möguleika á að vinna til Óskarsverðlauna fyrir bæði bestu mynd og bestu erlendu mynd. Það hefur aldrei gerst að mynd sem er ekki á ensku hafi unnið til Óskarsverðlauna fyrir bestu mynd. Þetta er í 12 skipti sem mynd á erlendu tungumáli er tilnefnd sem besta myndin enn Parasite er frá Suður-Kóreu og er það líka í fyrsta skipti sem mynd frá því landi er tilnefnd sem besta erlenda myndin. Parasite er líka sjötta myndin í sögu Óskarsverðlaunana að vera tilnefnd bæði sem besta myndin og besta erlenda myndin.

Leikstjórarnir Noah Baumbach (Marriage Story) og Greta Gerwig (Little Women) eru bæði tilnefnd fyrir besta handrit enn í sitthvor flokknum, Noah Baumbach fyrir frumsamið handrit og Greta Gerwig fyrir handrit byggt á áður birtu efni. Það sem gerir þetta athyglisvert er að þau eru hjón og þetta er í fyrsta skipti í sögu Óskarsverðlaunana að hjón sem leikstýra sitthvoru myndinni eru að keppa í flokknum besta myndin.

Það er engin mynd með keppanda í öllum fimm stóru flokkunum, sem eru besta mynd, leikstjóri, leikari í aðalhlutverki, leikkona í aðalhlutverki og handrit.

Besti leikarinn:

  • Joaquin Phoenix – Joker – Golden Globe, BAFTA og SAG besti leikarinn
  • Adam Driver – Marriage Story
  • Antonio Banderas – Pain and Glory
  • Leonardo DiCaprio – Once Upon a Time in Hollywood
  • Jonathan Pryce – The Two Popes

Antonio Banderas og Jonathan Pryce hafa ekki verið tilnefndir áður til Óskarsverðlauna.

Leonardo DiCaprio er eini leikarinn á þessum lista sem hefur unnið til Óskarsverðlauna. Hann vann árið 2015 fyrir besta leik í aðalhlutverki fyrir myndina The Revenant. Hann er núna að fá sína sjöttu tilnefningu til Óskarsverðlauna fyrir leik.

Adam Driver er að fá sína aðra tilnefningu enn hann var einmitt tilnefndur á síðasta ári fyrir aukahlutverk í myndinni BlackKKlansman.

Joaquin Phoenix er að fá sína fjórðu tilnefningu enn hann fékk sína fyrstu tilnefningu árið 2000 fyrir aukahlutverk í myndinni Gladiator. Ef Joaquin Phoenix vinnur að þá er það einungis í annað skipti í sögu Óskarsverðlaunana að tveir mismunandi leikarar vinna fyrir að leika sömu persónuna. Marlon Brando og Robert De Niro unnuð báðir fyrir að leika Vito Corleone úr The Godfather og The Godfather part 2. Heath Ledger vann sem besti aukaleikari árið 2008 fyrir að leika Joker í myndinni The Dark Knight.

Besta leikkonan:

  • Renée Zellweger – Judy – Golden Globe, BAFTA og SAG besta leikkonan
  • Scarlett Johansson – Marriage Story
  • Charlize Theron – Bombshell
  • Saoirse Ronan – Little Women
  • Cynthia Erivo – Harriet

Cynthia Erivo er að fá sína fyrstu tilnefningu til Óskarsverðlauna enn hún er líka tilnefnd fyrir besta lagið „Stand Up“ úr Harriet. Þetta er þriðja árið í röð sem söngkona er tilnefnd fyrir besta leik og besta lagið úr sömu myndinni. Árið 2017 var Mary J. Blige tilnefnd fyrir Mudbound og í fyrra var Lady Gaga tilnefnd fyrir A Star Is Born.

Scarlett Johansson er líka að fá sína fyrstu tilnefningu til Óskarsverðlauna enn hún er líka tilnefnd sem besta leikkonan í aukahlutverki í myndinni Jojo Rabbit. Þetta er í 12 skipti í sögu Óskarsverðlaunana að leikari fái tvær tilnefningar sama árið.

Árið 2003 var mjög gott fyrir tvær konur á þessum lista enn þá vann Renée Zellweger Óskarsverðlaun sem besta leikkonan í aukahlutverki í myndinni Cold Mountain og Charlize Theron vann sem besta leikkonan í aðalhlutverki í myndinni Monster. Í ár er Renée Zellweger að fá sína fjórðu tilnefningu og Charlize Theron er að fá sína þriðju tilnefningu.

Saoirse Ronan er að fá sína fjórðu tilnefningu enn hún var fyrst tilnefnd árið 2007 fyrir aukahlutverk í myndinni Atonement. Hún var þá 13 ára gömul.

Besti leikarinn í aukahlutverki:

  • Brad Pitt – Once Upon a Time in Hollywood – Golden Globe, BAFTA og SAG besti leikarinn
  • Al Pacino – The Irishman
  • Joe Pesci – The Irishman
  • Tom Hanks – A Beautiful Day in the Neighborhood
  • Anthony Hopkins – The Two Popes

Allir leikararnir á þessum lista hafa unnið til Óskarsverðlauna enn bara einn af þeim vann ekki fyrir leik. Brad Pitt fékk Óskarsverðlaun árið 2013 fyrir myndina 12 Years a Slave enn hann var einn af framleiðendum myndarinnar sem vann besta mynd það ár. Hann er að fá sína fjórðu tilnefningu fyrir leik enn hans fyrsta tilnefning var árið 1995 fyrir aukahlutverk í myndinni Twelve Monkeys.

Al Pacino er að fá sína níundu tilnefningu enn hann var síðast tilnefndur árið 1992 enn það ár vann hann sín fyrstu og einu Óskarsverðlaun fyrir aðalhlutverk í myndinni Scent of a Woman. Eins og Scarlett Johansson núna í ár að þá var Al Pacino líka tilnefndur árið 1992 fyrir aukahlutverk í myndinni Glengarry Glen Ross. Fyrsta tilnefningin sem hann fékk til Óskarsverðlaunana var árið 1972 fyrir aukahlutverk í myndinni The Godfather.

Joe Pesci er að fá sína þriðju tilnefningu enn hann vann árið 1990 fyrir aukahlutverk í myndinni Goodfellas. Hans fyrsta tilnefning var fyrir aukahlutverk í myndinni Raging Bull árið 1980. Athyglisvert er að allar þessar þrjár myndir sem hann hefur verið tilnefndur fyrir voru leikstýrð af Martin Scorsese og Robert De Niro lék aðalhlutverkin í öllum þessum myndum.

Anthony Hopkins er að fá sína fimmtu tilnefningu enn hann vann fyrsta skiptið sem hann var tilnefndur enn það var árið 1991 fyrir aðalhlutverk í myndinni The Silence of the Lambs.

Tom Hanks er að fá sína sjöttu tilnefningu enn hann hefur tvisvar unnið til Óskarsverðlauna og það tvö ár í röð, fyrst árið 1993 fyrir aðalhlutverk í Philadelphia og árið 1994 fyrir aðalhlutverk í Forrest Gump.

Besta leikkonan í aukahlutverki:

  • Laura Dern – Marriage Story – Golden Globe, BAFTA og SAG besta leikkonan
  • Scarlett Johansson – Jojo Rabbit
  • Florence Pugh – Little Women
  • Margot Robbie – Bombshell
  • Kathy Bates – Richard Jewell

Florence Pugh ásamt Scarlett Johansson eru að fá sínar fyrstu tilnefningar til Óskarsverðlauna.

Kathy Bates er sú eina sem hefur áður unnið enn það var árið 1990 fyrir aðalhlutverk í myndinni Misery. Þetta er hennar fjórða tilnefning.

Margot Robbie er að fá sína aðra tilnefningu enn hún var fyrst tilnefnd árið 2017 fyrir aðalhlutverk í myndinni I, Tonya.

Laura Dern er að fá sína þriðju tilnefningu enn hún var fyrst tilnefnd árið 1991 fyrir aðalhlutverk í myndinni Rambling Rose.

Besti leikstjórinn:

  • Sam Mendes – 1917 – Golden Globe og BAFTA besti leikstjórinn
  • Bong Joon Ho – Parasite
  • Quentin Tarantino – Once Upon a Time in Hollywood
  • Martin Scorsese – The Irishman
  • Todd Phillips – Joker

Bong Joon Ho og Todd Phillips eru báðir að fá sína fyrstu tilnefningu til Óskarsverðlauna fyrir leikstjórn. Bong Joon Ho er einnig tilnefndur fyrir bestu mynd, besta handrit og bestu erlendu mynd sem framlag Suður-Kóreu. Hann á möguleika á að jafna met Walt Disney yfir flest verðlaun á einni verðlaunahátíð enn árið 1953 þá vann Walt Disney fjögur Óskarsverðlaun. Todd Phillips er einnig tilnefndur fyrir bestu mynd og besta handrit. Hann hefur einu sinni áður verið tilnefndur til Óskarsverðlauna enn það var árið 2006 fyrir handrit að gamanmyndinni Borat.

Quentin Tarantino er að fá sína þriðju tilnefningu fyrir leikstjórn enn hann var fyrst tilnefndur árið 1994 fyrir Pulp Fiction. Hann hefur aldrei unnið fyrir leikstjórn enn hann hefur tvisvar unnið fyrir handrit, fyrir Pulp Fiction og Django Unchained sem kom út árið 2012. Í ár er hann líka tilnefndur fyrir bestu mynd og handrit. Ef hann vinnur fyrir handrit að þá jafnar hann met Woody Allen sem hefur oftast unnið fyrir besta frumsamda handrit eða þrisvar sinnum.

Sam Mendes og Martin Scorsese hafa báðir unnið til Óskarsverðlauna fyrir leikstjórn. Sam Mendes er að fá sína aðra tilnefningu fyrir leikstjórn enn hann vann árið 1999 fyrir myndina American Beauty. Í ár er hann líka tilnefndur fyrir bestu mynd og handrit. Martin Scorsese er líka tilnefndur í ár fyrir bestu mynd enn árið 2006 þá vann hann fyrir leikstjórn á myndinni The Departed. Í ár er hann að fá sína níundu tilnefningu fyrir leikstjórn og er hann þá orðinn sá leikstjóri sem hefur næst oftast verið tilnefndur í þessum flokki enn William Wyler á metið með 12 tilnefningar.

Annað og ýmislegt:

Sá flokkur sem við Íslendingar munum líklegast fylgjast sem mest með er fyrir bestu tónlist enn þar er Hildur Guðnadóttir tilnefnd fyrir tónlist sína í myndinni Joker. Hún er líklegust til að vinna til þessara verðlauna og hefur m.a. unnið Golden Globe og BAFTA verðlaunin fyrir Joker. Ef hún vinnur þá verður hún fyrsti Íslendingurinn sem vinnur til þessara merku verðlauna. Hún er níundi Íslendingurinn sem er tilnefnd til Óskarsverðlauna. Sturla Gunnarsson (fæddur á Íslandi enn ólst upp í Kanada) var sá fyrsti til að vera tilnefndur fyrir heimildarmyndina After the Axe árið 1982. Friðrik Þór Friðriksson var tilnefndur fyrir bestu erlendu myndina fyrir mynd sína Börn Náttúrunnar árið 1991. Pétur Hlíðdal (fæddur á Íslandi enn ólst upp í Bandaríkjunum) hefur tvisvar sinnum verið tilnefndur fyrir besta hljóðið, fyrst árið 1995 fyrir myndina Batman Forever og árið 2004 fyrir myndina The Aviator. Árið 2000 voru Björk og Sjón tilnefnd fyrir besta lagið „I´ve Seen It All“ í myndinni Dancer in the Dark. Árið 2005 voru Rúnar Rúnarsson og Þórir S. Sigurjónsson tilnefndir fyrir bestu stuttmyndina, Síðasti bærinn. Árið 2014 og 2015 var Jóhann Jóhannsson tilnefndur fyrir bestu tónlist úr myndunum The Theory of Everything og Sicario.

Star Wars: The Rise of Skywalker fær þrjár tilnefningar í ár. Þetta er ellefta myndin í Stjörnustríðssögunni (ef taldar eru með hliðarmyndirnar Rogue One og Solo) og hafa allar myndirnar fengið einhverja tilnefningu. Í heildina þá hafa allar þessar myndir fengið 37 tilnefningar og unnið til 10 verðlauna. The Rise of Skywalker er tilnefnd fyrir bestu tæknibrellur enn fyrstu þrjár Star Wars myndirnar sem komu út unnu allar Óskarsverðlaun fyrir tæknibrellur. Það er orðið mjög langt síðan að þessi myndaflokkur hefur unnið til Óskarsverðlauna enn það gerðist síðast árið 1983 þegar Return of the Jedi vann fyrir tæknibrellur. John Williams er tilnefndur fyrir tónlist enn hann var líka tilnefndur fyrir tónlist úr þremur fyrstu Star Wars myndunum og þremur síðustu Star Wars myndunum (ekki talið með hliðarmyndirnar). Hann vann til Óskarsverðlauna fyrir fyrstu myndina sem kom út árið 1977. Hann hefur fimm sinnum unnið til Óskarsverðlauna og verið tilnefndur 52 sinnum. Hann er sá einstaklingur sem hefur næst oftast verið tilnefndur til Óskarsverðlauna en Walt Disney á metið með 59 tilnefningar.

Avengers: Endgame er tilnefnd til Óskarsverðlauna í ár fyrir tæknibrellur enn þessi mynd er hluti af Marvel Studios myndunum (MCU) sem hafa komið út síðan 2008. Í heildina hafa komið út 23 myndir frá Marvel Studios og 12 af þeim hafa fengið tilnefningu til Óskarsverðlauna, flest í flokknum bestu tæknibrellur eða 10 talsins enn í heildina hafa þessar myndir fengið 19 tilnefningar. Hingað til hefur bara Black Panther unnið til Óskarsverðlauna enn það gerðist á síðustu verðlaunahátíð þar sem myndin fékk þrenn Óskarsverðlaun.

Joker er hluti af DC Comics og hafa tíu bíómyndir byggt á þessum teiknimyndaflokki verið tilnefnd til Óskarsverðlauna. Í heildina hafa þessar myndir fengið 32 tilnefningu og unnið fimm sinnum. Superman sem kom út árið 1978 vann Óskarsverðlaun fyrir tæknibrellur. Árið 1989 kom út Batman og vann hún Óskarsverðlaun fyrir listræna stjórnun. Árið 2008 fékk The Dark Knight átta tilnefningar og vann tvenn, besta leikara í aukahlutverki og besta hljóðið. Síðasta myndin sem vann var Suicide Squad árið 2016 fyrir bestu förðun.

American Factory er tilnefnd sem besta heimildamyndin í fullri lengd og hefur hún verið að vinna til verðlauna á nokkrum verðlaunahátíðum. Ef hún vinnur til Óskarsverðlauna að þá gætum við séð Barack og Michelle Obama koma á sviðið þar sem framleiðslufyrirtækið þeirra „Higher Ground Production“ kom að gerð þessara heimildarmyndar.

Toy Story 4 er tilnefnd til tveggja Óskarsverðlauna í ár, fyrir bestu teiknimynd í fullri lengd og besta lagið enn allar Toy Story myndirnar hafa fengið tilnefningu fyrir besta lagið.

Annað árið í röð er enginn sem er kynnir á Óskarsverðlaunahátíðinni. Heilmikil dagskrá er inn á milli afhendinga og allar stóru Hollywood stjörnurnar eru að vanda fengnar til að afhenda verðlaunin. Hægt er að fara á www.oscar.go.com og fá ýtarlegan lista yfir allar tilnefningarnar.

Ísrael Daníel Hanssen

Má bjóða þér að deila þessari síðu?
  • 36
  •  
  •  
  •  
  •  
  •  
  •  
  •  
  •  
  •  
  •  
    36
    Shares