Þrjár stelpur verða fyrir barðinu á snjóplóg

Myndband úr öryggismyndavél sýnir að þrjár stelpur sem voru að yfirgefa verslun í New York á dögunum eiga vart sjö dagana sæla.

Á myndbandinu sést þegar þær eru að yfirgefa verslunina, en ekki 10 sekúndum síðar sjást þær aftur ætla snúa við en þær eru hreinlega ekki nógu snöggar í snúningum. Því á sama tíma ekur snjóplógur á fleygiferð framhjá þeim og skvettir yfir þær öllu slabbinu og viðbjóðinum af götunni sem hann er að ýta á undan sér.

Sem betur fer slasaðist enginn alvarlega og er því hægt að skella aðeins upp úr við að horfa á þetta myndband.

Má bjóða þér að deila þessari síðu?
  • 1
  •  
  •  
  •  
  •  
  •  
  •  
  •  
  •  
  •  
  •  
    1
    Share