Aldrei fleiri nýtt frístundastyrkinn á Akureyri

Frístundastyrkur Akureyrarbæjar var í fyrra notaður til niðurgreiðslu þátttökugjalda í íþrótta- og tómstundastarfi um 80% barna og unglinga á aldrinum 6-17 ára. Nýting á frístundastyrknum hefur aldrei verið eins mikil.
Þetta er tekið fram á vef Akureyrarbæjar

Hlíðarfjall Akureyri
Mynd: Akureyri.is

2.165 börn nutu góðs af frístundarstyrknum.

2.615 börn nutu góðs af frístundastyrknum með einum eða öðrum hætti árið 2019 og var notuð um 95% af upphæðinni sem stóð til boða. Það jafngildir styrk upp á 33.082 krónur að meðaltali á hvern iðkanda. Til samanburðar var meðaltals styrkupphæð 28.857 krónur árið 2018. Akureyrarbær varði í heild tæplega 87 milljónum króna í frístundastyrki í fyrra.

Kynjahlutfallið milli skráninga var hnífjafnt, 50% drengir og 50% stúlkur. Flestar skráningar voru hjá Íþróttafélaginu Þór (21%) og Knattspyrnufélagi Akureyrar (17%). Í fyrra voru hlutfallslega flestar skráningar meðal barna sem eru fædd árin 2010 og 2012. Áberandi fæstar skráningar voru hjá elsta árganginum, 2002.

Hvernig sæki ég um styrk?

Frístundastyrkur ársins 2020 nemur 40.000 krónum á hvern iðkanda. Í þjónustugáttinni er hægt að skoða ráðstöfun og sækja um styrkinn. Hér eru ýmsar upplýsingar 

Nokkrir fróðleiksmolar um frístundarstyrkinn:

 • Styrkupphæðin hefur fjórfaldast frá árinu 2014.
 • Nýting hefur aukist samhliða hækkandi upphæð, en einnig hefur verið lögð áhersla á að fjölga nýtingarmöguleikum.
 • Samstarfsaðilar (íþrótta-, æskulýðs- og tómstundafélög, stofnanir og fyrirtæki) sem tóku við frístundastyrk bæjarins í fyrra voru 38 talsins. Þeim hefur fjölgað um 11 frá 2016.
 • Frístundastyrkur einskorðast ekki við skipulagðar æfingar eða námskeið, heldur má til dæmis nota hann til að kaupa aðgang að líkamsræktarstöðvum, vetrarkort í Hlíðarfjall eða árskort í Sundlaug Akureyrar.
Má bjóða þér að deila þessari síðu?
 •  
 •  
 •  
 •  
 •  
 •  
 •  
 •  
 •  
 •  
 •