Iceland Airwaves snýr aftur 4-7 nóvember 2020!

Iceland Airwaves snýr aftur 4. – 7. nóvember og miðborg Reykjavíkur fyllist enn og aftur af ferskustu tónlist heims í fjóra heila daga.

Mynd: Aðsend

Iceland Airwaves er árleg uppskeruhátíð íslenskrar tónlistar þar sem rótgrónar íslenskar og erlendar hljómsveitir koma fram ásamt nýjum íslenskum listamönnum og úrvali af ferskustu erlendum böndum heims, frá öllum heimshornum. Einn hátíðarpassi veitir þér aðgang að fjórum dögum stúfullum af frábærri tónlist í borginni okkar, Reykjavík.

Alþjóðlegu listamennirnir sem koma fram í ár eru meðal annars hin ástralska Courtney Barnett sem kemur fram tvö kvöld í Fríkirkjunni, ein á sviði.
Black Pumas eru eitt heitasta nafnið í dag og hafa selt upp túrinn sinn víðsvegar um Evrópu og Bandaríkin og hlutu tilnefningu til Grammy verðlauna sem besta nýja hljómsveitin.
Breska bandið Metronomy hefur verið vinsælt í rúman áratug og eru þekkt fyrir að vera einir skemmtilegastustu flytjendurnir í dag.

Mynd: Aðsend

Íslensku böndin í ár eru meðal annars Eurosonic MME verðlaunahafarnir Daughters of Reykjavik, Benni Hemm Hemm kemur fram í fyrsta sinn í mörg ár og einnig Sin Fang.
Júníus Meyvant kemur tvisvar sinnum fram á hátíðinni, annars vegar með hljómsveitinni sinni og hins vegar einn á sviði.

Indí rokkið verður sterkt á hátíðinni í ár en böndin Squid, Dry Cleaning, The Murder Capital, BSÍ og Pale Moon eru öll á hraðri uppleið hér- og erlendis. Framtíðarpoppið mætir líka en K.óla, , Kiryama Family, Tami T, gugusar, Dorian Electra og Lynks Afrikka koma fram.
Elton John sjálfur segir að Lynks Afrikka sé eitt besta bandið ársins 2020, Tami T hefur lengi unnið og túrað með Fever Ray og gugusar er ein yngsta og efnilegasta raftónlistarkona Íslands.

Mynd: Aðsend

Þau nöfn sem núþegar hafa verið tilkynnd

ADHD // Andavald // Andy Svarthol // Benni Hemm Hemm // Black Pumas (US) // BSÍ // Chlobocop (UK) // Courtney Barnett (solo) (AU) // Daughters of Reykjavík // dj. flugvél og geimskip // Dorian Electra (US) // Dry Cleaning (UK) // Erika de Casier (DK) // GRÓA // gugusar // Halldór Eldjárn // Júníus Meyvant // Kiriyama Family // K.óla // Krummi // Lynks Afrikka (UK) // Metronomy (UK) // MSEA // Myrkvi // omotrack // Oyama // Pale Moon // Sólveig Matthildur // S.hel // Sin Fang // Sinmara // Squid (UK) // Tami T (DE) // The Murder Capital (IE)

Þú getur nælt þér í miða á vefsíðu Iceland Airwaves hér

Super Early Bird miðarnir eru uppseldir en Early Bird miðarnir eru nú í sölu í takmarkaðan tíma.

Má bjóða þér að deila þessari síðu?
 • 8
 •  
 •  
 •  
 •  
 •  
 •  
 •  
 •  
 •  
 •  
  8
  Shares

This Post Has 9 Comments

 1. You have remarked very interesting details! ps decent website. Dyann Lawry Kahlil

 2. If some one needs to be updated with most up-to-date technologies therefore he must be visit this web page and be up to date everyday. Audrey Milton Afton

 3. If you would like to increase your knowledge just keep visiting this web site and be updated with the newest information posted here. Corilla Falkner Emmit

 4. Fantastic blog article. Really looking forward to read more. Great. Donetta Fleming Malaspina

 5. Card but considering we are wallet is NOT secure. Ynes Gibb Dierolf

 6. Just simply wished to state I am just ecstatic that i came onto your webpage. Ally Wolfy Marr

 7. Some really nice and useful information on this internet site, too I think the pattern has wonderful features. Corenda Reggie O’Donovan

 8. This is a same weighty post. Thanks instead of posting this. May Frederik Gabler

Skildu eftir svar

Close Menu