Ríkislögreglustjóri lýsir yfir óvissustigi almannavarna fyrir allt landið, en þessa stundina gildir appelsínugul viðvörun fyrir allt landið og ekkert ferðaveður í vændum föstudaginn 14. febrúar.
Frá þessu er greint í Facebook færslu Lögreglunnar á Norðurlandi Eystra.
Aftakaveður er væntanlegt til landsins aðfaranótt föstudags og mun það ná hámarki milli klukkan 05:00 og 12:00 a föstudagsmorgun.
Lögreglan í Vestmannaeyjum hefur einnig gefið út álíka viðvörun og hvetur fólk til þess að halda sig heima og taka þessa veðurspá alvarlega.
Ýmis fyrirtæki í Vestmannaeyjum hafa ákveðið nú þegar að hafa lokað á morgun enda engin ástæða fyrir fólk til þess að hætta sér út, en veðrið mun ná fyrst til þeirra Eyjamanna og búast má við fjörugum og hörðum vindum þar á bæ.