Vefsíðan vedur.is lenti í vadnræðum í aðdragana lægðar sem er að koma í heimsókn til Íslands á morgun, föstudaginn 14. febrúar.
Tilkynningin hefur verið uppfærð

Segir í tilkynningu Veðurstofu að vandamálið verði komið í lag eftir örfáar mínútur svo þegar þú lest þennan póst þá er þetta væntanlega komið í lag!
Samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu á enski vefurinn að virka en svo virðist ekki vera í okkar tilraunum hér á skrofstofu Vangaveltna, en við vonum að þetta komist í lag á komandi mínútum.
Uppfært 13:24
Eftir aðeins lengri tíma en 3-5 mínútur hefur vefurinn byrjað að taka aðeins við sér, en þó ekki kominn á fullt skrið enn sem komið er.

Uppfært 13:26
Vefurinn er aftur horfinn, við höfum trú á ykkur!! Þið náið honum upp von bráðar!

Uppfært 13:43
Vefurinn er enn niðri, hvert er vandamálið? Hvað er í gangi? Er vont veður að koma? Kemst ég suður á eftir? Hvað gerum við nú við líf okkar? Reiknast 5 mínútur hjá veðurfræðingum eins og aldur er hjá hundum?
Uppfært 14:04
Svo virðist sem vefurinn sé nú kominn í gott stand og getum við öll andað léttar og farið á flakk aftur þar til veðurguðirnir slá okkur í framan á morgun með votri austanátt