Buguð móðir frá Murri í Ástralíu hefur deilt óhugnanlegu myndbandi af 9 ára son hennar grátbiðja hana um reipi svo hann gæti drepið sig, eftir enn eitt tilfelli af einelti í skólanum sökum dvergvaxtar.
Yarraka Bayles tók upp live-myndband á Facebook þar sem sonur hennar Quaden grætur sárt í bílnum eftir að hún sækir hann í skólann, hún deildi myndbandinu svo allir gætu séð. Hann biður móðir sína um reipi svo hann geti drepið sig. Hann klórar sér á hálsinum og segir „I want to die… I want to scratch myself“
Þegar þetta er skrifað hafa yfir 7 milljón manns séð þetta myndband á innan við sólarhring og hafa ótal margir rétt fram traustvekjandi orð til drengsins og aðstoð af ýmsum toga.
Hér má sjá myndbandið sem um ræðir.
This is the impacts of bullying! I seriously don’t know what else to do! ?
Posted by Yarraka Bayles on Tuesday, 18 February 2020
sumum gæti þótt skrítið að horfa upp á móðir taka upp ástand drengsins frekar en að halda utan um hann og hughreysta, en augljóst þykir mér, eftir að hafa horft á þetta myndband með reiði og sorg, að móðirin er komin með nóg og ætlar sér að sýna fólki í eitt skiptið fyrir öll hvaða áhrif einelti hefur á börn. Óhætt er að segja að það tókst hjá henni enda hefur þetta mál náð gífurlega mikilli athygli á mjög skömmum tíma.
Það er eitthvað mikið að þegar að 9 ára barn sér enga aðra lausn heldur en að fremja sjálfsmorð. Móðir hans hefur reynt að halda svona persónulegum atvikum út af fyrir sig, en hún telur sig ekki hafa neina aðra kosti en að opna fyrir þetta mál fyrir allan heiminn til að sjá.

Hinn 9 ára Quaden fékk boð í kjölfar myndbandsins að hitta liðið „Indigenous All Stars“ og leiða leikmann út á völlinn.
Foreldrar, talið við börnin ykkar! Sýnið þeim hvaða áhrif þetta hefur á aðra krakka. Einelti verður að stöðva strax og það gerist ekki með því að hunsa vandamálið!