Það kannast jú margir við grínmyndina Napoleon Dynamite. Myndin fjallar um aðal söguhetjuna að nafni Napoleon, fjölskyldu hans og þeirra daglega líf sem er vægast sagt áhugavert.
Loka-atriði myndarinnar hefur verið mjög frægt á netinu fyrir dansinn sem aðal söguhetjan okkar tekur í hæfileikakeppni í skólanum sínum. Það hefur verið mjög vinsælt „meme“ að taka þetta atriði og setja hin og þessi lög undir sem af einhverri ástæðu passa afar vel við dansinn hans Napoleon.
Núna á dögunum kom ný útfærsla á þessu „meme“ og var lagið hanns Daða Freys og Gagnamagnsins – Thinking about things sem varð fyrir valinu. Af einhverri ástæður passar lagið afskaplega vel undir dansinn og er myndbandið skemmtilegt áhorf.
Myndbandið má sjá hér að neðan.