Okkar markmið
Okkar markmið er að bjóða upp á fróðleik, léttar fréttir og aðrar vangaveltur í bland við skemmtun og upplýsingar á skilvirkan og sanngjarnan máta.
Okkar stíll
Vangaveltur.is er hálf-opinn upplýsingamiðill þar sem efni er unnið jafnt af stjórnendum síðunnar sem og lesendum sjálfum. Okkar helsti fókus er landsbyggðin en við tökum fyrir mál allstaðar að úr heiminum þegar við á.
Upphafið
Hugmyndin var fyrst sú að vera einfaldlega með stað sem hægt væri að safna saman svörum við mörgum af algengustu spurningum landsmanna.
Samfélagsmiðla hópar eru margir hverjir uppfullir af sömu spurningunum, nú væri hægt að sækja svörin hingað!
Ferlið
Þegar vinnan við síðuna var komin vel á skrið kom upp löngun til þess að bæta við fréttahorni sem heldur utan um léttu fréttirnar sem í gangi eru víðsvegar um heiminn, en þó með aðal fókus á Ísland og þá helst landsbyggðina.
Einnig var ákveðið að vera með léttar fyrirtækjakynningar.
Framhaldið
Framhalið er í stöðugri þróun.
Okkur langar að bæt við mörgum mismunandi flokkum en slíkt mun gerast jafnt og þétt samstíga auknu efni.
Þá aðalega með tilliti til þáttöku almennings í að senda okkur efni fyrir síðuna.
Fyrirtækið
Vefurinn er í eigu fyrirtækisins Zenon ehf.
Kennitala: 640418-2300
VSK númer: 132332
Njarðarnes 6
603 Akureyri
Starfsfólkið
Hjalti Ásgeirsson
Hjalti er frumkvöðull sem hefur gaman af því að tjá sig í bæði máli og riti.
Bifvélavirki að mennt, fjölskyldufaðir, fyrirtækjaeigandi og gífurlegur dellukall.
Ragnar Kári Ísleifsson
Ragnar er nýr í frumkvöðla heiminum og hefur sterkar, en góðar, skoðanir á margvíslegum málefnum.
Hefur stundað nám við matreiðslu, fjölskyldufaðir, fyrirtækjaeigandi og gífurlega skynsamur.