Vangaveltur.is er hálf-opin síða sem gerir þér kleift að senda inn þína pistla, vangaveltur, fræðslu, tilkynningar eða hvaðeina.

Uppsetningin hjá okkur er hugsuð þannig að Vangaveltur.is sé upplýsinga- og afþreyingarsíða fyrir almenning, unnin að hluta af almenning. 
Það er mikið magn af fólki sem býr yfir gífurlega góðum og fræðandi upplýsingum sem það langar til þess að koma til skila. 
Það er hér sem að Vangaveltur.is kemur sterkt inn!

Býr textasmiður innra með þér?

Ef þú ert með pistil eða einhvert annað efni sem þig langar til þess að koma á framfæri hér á síðunni skalt þú senda efnið í tölvupósti á okkur, og við förum yfir það og setjum inn þar sem efnið hentar.

Sendu okkur efnið þitt á info@vangaveltur.is

Við tökum við efninu, förum yfir það og setjum inn eftir að hafa staðfest heimildir.

Ef þú ert með myndir sem þú vilt nota við innslagið, hvort sem það er af þér persónulega eða mynd sem tengist efninu þá skal það fylgja með í tölvupóstinum. 
Einnig viljum við fá stutta lýsingu á höfundi, þarf ekki mikið, bara örstutt „Bio“ um viðkomandi.

Efni sem hægt er að senda inn - virkir flokkar.

Fróðleikur

Við erum með marga undirflokka í fróðleik. Ef það er einhver fróðleiksmoli sem þig langar að koma á framfæri sem er ekki með sinn flokk þá er lítið mál að bæta úr því!

Skoða fróðleik

Tilkynningar

Við setjum inn mikið af tilkynningum um tónleika, skemmtanir og aðra viðburði, opnanir verslana, breyttar þjónustur og svo miklu meira sem tengist daglegu lífi.

Skoða tilkynningar

Efni sem er hægt að senda inn - Óvirkir flokkar.

Efni sem sent er inn í þessa flokka fer í birtingu um leið og nægt efni er komið í viðeigandi flokk til að teljast birtingarhæfur..
Þessir flokkar eru semsagt í vinnslu og ekki virkir á síðunni eins og er.

hvad ef

Hvað ef?

Hvað ef? er nýr flokkur sem er í vinnslu hjá okkur. Hér getur fólk sent inn ýmsar vangaveltur sem þeim liggur á hjarta hverju sinni. Hvað ef jörðin sé svo í raun flöt? Hvað ef öll vímuefni væru lögleidd? Hvað ef, hvað ef, hvað ef... Möguleikarnir eru endalausir! - ATH! Ekki verður tekið við neinu sem tengist rasisma, meinyrðum, árás á einstaklinga eða trú eða annað sem telst sem áróður.

Umsagnir

Umsagnir um vörur, veitingastaði, verslanir, þjónustu, farartæki, flugfélög eða hvað eina. Þetta er staðurinn fyrir slíkt! Hægt er að senda inn umsagnir í skrifuðu máli eða myndbandsupptöku. Ef notast er við myndbandsupptöku er mikilvægt að passa að gæði séu mjög góð, bæði hljóð og mynd!

Greiðslur

Eins og staðan er núna þá er ekki greitt fyrir efni sem sent er inn.
Það er þó í skoðun að taka upp einhverskonar þóknunarkerfi í framtíðinni.

Aftur á móti þá verður tekið sérstaklega fram hver skrifaði efnið með möguleika á tenglun yfir á sérstakar blogg síður eða samfélagsmiðla viðkomandi sé óskað eftir því.

Ef ekki er tekið fram sérstaklega hver skrifaði efnið þá er það sett inn af eigendum síðunnar.