Uppselt í fjórum svæðum af sex á Andrea Bocelli

Nú er um að gera að hafa hraðar hendur þar sem miðarnir á Andrea Bocelli eru að seljast upp á met hraða! Þetta kemur fram í tilkynningu frá Sena Live

Andrea Bocelli
Mynd: senalive.is

Forsalan á Andrea Bocelli hófst í gær fimmtudaginn 12. desember kl. 10 og seldust allir miðarnir sem í boði voru í forsölunni.

Almenn sala á Andrea Bocelli hófst í morgun föstudaginn 13. desember kl. 10 með látum. Svæði Platinum, 2, 3 og 4 seldust hratt upp og þegar þetta er skrifað eru örfáir miðar eftir í hinum svæðunum: Gull og svæði 1. Uppselt er sem sagt í fjögur svæði af sex og örfáir miðar eftir í hinum tveimum svæðunum.

Tónleikarnir fara fram í Kórnum laugardaginn 23. maí og kemur Bocellli fram ásamt sínfóníuhljómsveit, kór og sérstökum gestum.

Það skali ítrekað að ekki er hægt að halda aukatónleika.

Má bjóða þér að deila þessari síðu?
 • 5
 •  
 •  
 •  
 •  
 •  
 •  
 •  
 •  
 •  
 •  
  5
  Shares