Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra varar við aftakaveðri

Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra varar við aftakaveðri sem á að ganga yfir landið á morgun og næstu daga. Búist er við hvössum vindum og mikilli slyddu.

Merki Almannavarnadeild Ríkislögreglustjóra á Íslandi
Mynd: Fésbókar síða Almannavarnardeila

Mælt er með því að landsmenn haldi sig sem mest innandyra á meðan veðrið gengur yfir og ekki vera fara út af ástæðulausu. Einnig skal láta allar ferðir á bíl milli landshluta eiga sig þar sem margir vegir kunnu vera lokaðir og ófærir.

Hér fyrir neðan er tilkynningin í heild sinni frá Veðurstofu Íslands.

Allt landið
Horfur næsta sólarhringinn
Suðaustan 13-20 m/s með slyddu eða snjókomu, hvassast við Suðurströndina. Hægari norðaustantil fram eftir degi en hríð á Austfjörðum og Austurlandi í kvöld. Mun hægari vestanlands í kvöld en hvessir hratt í nótt, fyrst á Vestfjörðum.
Vaxandi norðaustanátt í nótt, mikil snjókoma og skafrenningur á norðanverðu landinu. Norðan 20-28 m/s á vestanverðu landinu eftir hádegi á morgun, fyrst norðvestanlands, en staðbundið 28-33 m/s í vindstrengjum við fjöll. Hægari vindur og úrkomuminna á Austfjörðum og Austurlandi. Frost 0 til 6 stig en frostlaust við suðaustur og austurströndina í dag.

Veðurofsinn gæti minnt á „Höfða­torgs­veðrið“ árið 2012

Veðurviðvaranir, bæði gular og appelsínugular, hafa nú verið gefnar út í öllum landshlutum. Þetta verður sennilega versta veður ársins hingað til og gæti ástandið minnt á „Höfðatorgsveðrið“ svokallaða árið 2012, að sögn veðurfræðings.

Appelsínugular viðvaranir taka gildi á höfuðborgarsvæðinu, Suðurlandi, Faxaflóa, Breiðafirði, Vestfjörðum, Ströndum og Norðurlandi vestra, Miðhálendinu og Norðurlandi eystra á morgun. Fyrsta appelsínugula viðvörunin tekur gildi á Vestfjörðum og Norðurlandi vestra klukkan sjö í fyrramálið og svo koma viðvaranirnar hver á fætur annarri.

Svona er staðan á landinu á morgun 10.12
Mynd: Skjáskot af vef Veðurstofu Íslands

Þá taka gular viðvaranir einnig gildi á Suðausturlandi og Austfjörðum á morgun. Þetta kemur fram á vef Vísi.is

Mögulega versta veður ársins hingað til.

Helga Ívarsdóttir veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands segir í samtali við Vísi fréttastofu að jafnvel megi búast við ofsaveðri á landinu öllu á morgun.

„Þetta lítur nú ekki vel út og það má segja að versta veður ársins sé að nálgast okkur. Skil fara yfir landið í dag og síðan mun veðrakerfið ná auknum krafti í nótt. Og á morgun skella sömu skilin aftur yfir landið, fyrst á norðvestanverðu landinu. Við erum að spá norðaustan, og síðan norðanstormi eða -roki, og jafnvel ofsaveðri á sumum stöðum,“ segir Helga.

Búast má við miklum öldugangi.

Líklegt er að sjórinn láti ansi ófriðlega í ofsaveðrinu og búast má við miklum öldugangi, talið er að öldurnar gætu náð allt að tíu metra hæð, sérstaklega á Norðurlandi Vestra en einnig á Höfuðborgarsvæðinu.

Fólk með smábáta ætti að bregðast við í dag og binda báta sína kirfilega fyrir morgundaginn til að forðast óþarfa skemmdir þar sem búast má við mikilli ókyrrð við hafnir á landinu.

Hér fyrir neðan má sjá kort frá windy.com hvernig lægðin nálgast landið.


Má bjóða þér að deila þessari síðu?
 • 49
 •  
 •  
 •  
 •  
 •  
 •  
 •  
 •  
 •  
 •  
  49
  Shares