Tíunda jólaballið hjá Sober Riders M.C. Akureyri

Það var árið 2010, í kjölfar efnahagskreppunnar sem skók heimsbyggðina, sem klúbburinn Sober Riders M.C. Akureyri ákvað að halda fyrsta jólaballið sitt sem sérstaklega er tileinkað barnafjölskyldum. Nú er komið að því tíunda!

Vildu gera eitthvað fyrir börnin.

Eftir kreppuna, höfðu því miður ekki allar fjölskyldur fjárhagslega getu til að búa börnum sínum venjulegt jólahald.
Það var þá sem klúbburinn ákvað að hann vildi gera eitthvað í þeim málum og halda jólaball þar sem barnafólk gat komið með börnin sín og þegið veitingar og skemmtun sér að kostnaðarlausu.

Tíunda ballið í ár

Þessi viðburður sem hófst jólin 2010, fékk svo jákvæðar undirtekir að ballið hefur síðan verið haldið árlega og er nú komið að tíunda ballinu.
Með hjálp og stuðning frá fjölmörgum fyrirtækjum og félögum má því búast við að þessi árlegi viðburður muni halda áfram um komandi ár, en slíkt er augljóslega gleðiefni fyrir barnafjölskyldur á norðurlandi.

Það verður sannkallað jólastuð á ballinu 7. desember
Mynd: T. Rampersad 

Allir velkomnir

Allir eru velkomnir á þessa frábæru jólaskemmtun sem í ár verður haldin í félagsheimilinu Lóni, Hrísalundi 1.
Hefst ballið klukkan 15:00 laugardaginn 7. desember og stendur yfir í 2 klukkustundir.

Líkt og áður segir er frítt inn, en sögur segja að jólasveinar muni kíkja á staðin, lifandi tónlist verður á svæðinu og ýmist góðgæti í boði.

Edrú klúbbur með góðverk í forgangi.

Sober Riders M.C. er alþjóðlegur bifhjólaklúbbur sem starfar meðal annars í Reykjavík og á Akureyri og samanstendur af körlum og konum sem styðja hvert annað til góðra verka. Þetta er „edrú“ klúbbur og nota félagar í honum því ekki áfengi eða önnur vímuefni.

Klúbburinn hefur veitt hina ýmsu styrki, bæði hér á Akureyri og í Reykjavík, til ýmissa góðgerðarmála, en þar má sem dæmi nefna styrki til SÁÁ, Hugarafls og Landspítalans.

Fjöldi fyrirtækja styrkja málefnið

Samkvæmt meðlimi Sober Riders M.C. Akureyri sem Vangaveltur.is ræddi við í dag, eru fjölmörg fyrirtæki sem styrkja viðburðinn, bæði með beinum fjárstyrkjum sem og veitingum og þjónustu.

Vangaveltur.is ákvað að styrkja málefnið sömuleiðis með fjárstyrk í ár og skorum við hér með á önnur fyrirtæki til þess að að láta gott af sér leiða og gera slíkt hið sama.
Til þess að styrkja Jólaballið 2019 er hægt að leggja inn á reikning klúbbsins en einnig er hægt setja sig í samband við forsvarsmenn klúbbsins fyrir annars konar framlög.
Kennitala: 531115-0310
Reikningur: 0565-26-101918

Má bjóða þér að deila þessari síðu?
 • 102
 •  
 •  
 •  
 •  
 •  
 •  
 •  
 •  
 •  
 •  
  102
  Shares