Hvaða tónleikar eru eftir á árinu á Græna Hattinum?

Græni hatturinn er rótgróinn tónleikastaður á Akureyri þar sem margir af fremstu tónlistarmönnum og hljómsveitum á Íslandi hafa komið fram.

Flestir tónlistarmenn og hljómsveitir eru sammála því að það sé alltaf skemmtilegt að koma fram á Græna Hattinum. Þar myndist alltaf góð og kósí stemming.

Hér fyrir neðan ætla ég að taka saman hvaða tónleika þú gætir skellt þér á, á Græna Hattinum áður en árinu líkur.

Græni Hatturinn á Akureyri.
Mynd: visitakureyri.is

12.12: Stebbi Jak og Andri Ívars.

Þann 12. des munu Stefán Jakobsson Dimmusöngvari og Andri Ívars uppistandari og gítarleikari halda sína árlegu jólatónleika á Græna Hattinum. Öll bestu jóla og ekki-jólalögin verða flutt í tilþrifamiklum „akústískum“ útsetningum.

Tónleikar hefjast kl: 21:00
Miðaverð: 3.500 kr
Kaupa miða: Græni HatturinnTix

Stebbi Jak og Andri Ívars
Mynd: Græni Hatturinn

13.12 – 14.12: Lúðar og Létt Tónlist

Þessi hópur Lúða hefur komið saman einu sinni til tvisvar á ári og haft þá fé af fólki með því að auglýsa skemmtanir sem hafa svo engan veginn staðið undir væntingum. Nú á að fara að draga þetta hripleka fley á flot eina ferðina enn , hræið verður sjósett 13. desember á Græna hattinum, og ef það verður ekki sokkið kvöldið eftir verður leikurinn endurtekinn þann 14. Annars verða kertafleytingar á svipuðum slóðum.

Þar sem jólin eru ansi nálægt þessum viðburði þá er aldrei að vita nema komið verði eitthvað inn á fæðingu skaparans og fræðst um hans helzta venzlafólk.

Lúðarnir eru:
Gísli Einarsson, Sóli Hólm, Rögnvaldur Gáfaði, Summi Hvanndal og Valur Freyr.

Tónleikar hefjast kl: 22:00
Miðaverð: 4.500 kr
Kaupa miða: Græni Hatturinn 13.des14.desTix

Bandið Lúðar og Létt Tónlist:
Mynd: Græni Hatturinn

18.12: Jólagóss

Tveir af ástsælustu söngvurum landsins, þau Sigríður Thorlacius og Sigurður
Guðmundsson, ásamt bassa- og gítarleikaranum knáa, Guðmundi Óskari, halda áfram
sinni jólahefð og reiða fram sérstaka hátíðardagskrá í anda jólanna á tónleikum
á Græna hattinum rétt fyrir jól.

„Hér verður um ljúfa og notalega kvöldstund að ræða þar sem reynt verður að nálgast hið sanna og hátíðlega inntak jólanna.“

Tónleikar hefjast kl: 21:00
Miðaverð: 4.500 kr
Kaupa miða: Græni HatturinnTix

Söngvararnir Sigríður Thorlacius og Sigurður Guðmundsson og bassaleikarinn Guðmundur Óskar.
Mynd: Tix.is

20.12 – 21.12: Valdimar og Fjölskylda.

Valdimar Guðmundsson þarf vart að kynna en hann hefur verið einn þekktasti og dáðasti
söngvari landsins undanfarin áratug. Hljómsveit hans, Valdimar, hefur víða gert
garðinn frægan og þar að auki státar hann af glæsilegum sólóferli.

Nú hefur Valdimar sett saman í stórkostlega hljómsveit með valinn mann í hverri
höfn sem hefur fengið nafnið Fjölskylda.

Mætti því segja að Valdimar og Fjölskylda bjóði til hátíðartónleika á Græna Hattinum
dagana 20. & 21. desember þar sem engu verður til sparað og leikin verða
uppáhalds jólalög Valdimars í bland við eigið efni með hátíðarbrag.

Búast má við hugljúfum en einnig kraftmiklum tónleikum, sem enginn ætti að missa af.

Tónleikar hefjast kl: 22:00
Miðaverð: 4.990 kr
Kaupa miða: Græni Hatturinn 20.des21.desTix

Söngvarinn Valdimar
Mynd: Græni Hatturinn

26.12: Hvanndalsbræður.

Það er fyrir löngu komin hefð á að sprelligosarnir í Hvanndalsbræðrum spili á Græna Hattinum á annan í jólum og engin undantekning verður þar á í ár. Þeir munu láta öllum illum látum og flytja öll sínu þekktustu lög í bland við önnur óþekktari. Það er tilvalið að gefa miða á tónleikana í jólagjöf eða í skóinn eða bara kaupa sér miða og mæta, en bara gera það tímanlega! Fyrsti þrír gestirnir fá dós af grænum Ora baunum sem er ómissandi með hangikjötinu.

Tónleikar hefjast kl: 22:00
Miðaverð: 4.000 kr
Kaupa miða: Græni HatturinnTix

Hvanndalsbræður stija að söng og spili á Götubarnum Akureyri.
Mynd: Græni Hatturinn

28.12 – 29.12: Auður og Hljómsveit

Tónlistarmaðurinn Auður gaf út sína aðra breiðskífu í nóvember 2018 sem ber heitið Afsakanir sem fékk frábærar viðtökur og var valin plata ársins á Íslensku Tónlistarverðlaununum.
Auður á líka eitt mest spilaðasta lag landsins þessa dagana en lagið Enginn eins og þú
hefur nú verið í toppsætum í útvarpi frá því í sumar.
Það er alltaf mikil upplifun að sjá Auður á sviði og honum hlakkar mikið til þess að
heimsækja Akureyri og koma fram á Græna Hattinum í þriðja skipti!

Tónleikar hefjast kl: 22:00
Miðaverð: 4.500 kr
Kaupa miða: Græni Hatturinn 28.des29.desTix

Tónlistamaðurinn Auður.
Mynd: Græni Hatturinn

29.12: Auður – Fyrir Allan Aldur

Tónlistarmaðurinn Auður gaf út sína aðra breiðskífu í nóvember 2018 sem ber heitið Afsakanir sem fékk frábærar viðtökur og var valin plata ársins á Íslensku Tónlistarverðlaununum.
Auður á líka eitt mest spilaðasta lag landsins þessa dagana en lagið Enginn eins og þú
hefur nú verið í toppsætum í útvarpi frá því í sumar.
Það er alltaf mikil upplifun að sjá Auður á sviði og honum hlakkar mikið til þess að
heimsækja Akureyri og koma fram á Græna Hattinum í þriðja skipti!

Tónleikar hefjast kl: 16:00
Miðaverð: 2.500 kr
Kaupa miða: Græni HatturinnTix

Tónlistamaðurinn Auður.
Mynd: Græni Hatturinn

30.12: Helgi og Hljóðfæraleikararnir

Helgi og hljóðfæraleikararnir verða með tónleika þann 30 des. Eins og venjulega munu H og H pakka saman gamla árinu og jólunum og öllum pakkanum á Græna hattinum. Hljómsveitin mun flytja gömul og góð lög í bland við nýrri smelli, með andagiftina og spilagleðina að vopni. Rokk og ról. Svo er aldrei að vita nemi gamlir og úreltir hljóðfæraleikarar komi til byggða og taki lagið.

Tónleikar hefjast kl: 22:00
Miðaverð: 3.000 kr
Kaupa miða: Græni HatturinnTix

Helgi og Hljóðfæraleikararnir
Mynd: Græni Hatturinn
Má bjóða þér að deila þessari síðu?
 • 15
 •  
 •  
 •  
 •  
 •  
 •  
 •  
 •  
 •  
 •  
  15
  Shares