Ný barnavöruverslun á Akureyri

Ný barnavöruverslun sem ber nafnið Græni Unginn hefur nú hafið starfsemi sína á Akureyri.

Verslunin leysir af hólmi Litla Gleðigjafann sem var lengi vel eina sérhæfða barnavöruverslun bæjarins, en hún hefur nú flutt sig um set og fært alla starfsemi sína suður í höfuðborgina.

Græni Unginn tekur nú við keflinu og er verslunin staðsett á sama stað og Litli Gleðigjafinn var áður, eða í Sunnuhlíð.
Það er búið að stokka svolítið upp í vöruúrvalinu hjá okkur ásamt því að við höfum breytt uppsetningunni á versluninni töluvert. Það eru gífurlega spennandi tímar fram undan.“ Segir Dagný Fjóla, einn eiganda Aftur-Nýtt ehf. sem á og rekur Græna Ungann

En hvaðan kemur nafnið?
Græni Unginn er nafn sem flestir ættu að þekkja vegna þess að búðin okkar Aftur Nýtt opnaði einmitt fyrir sirka ári síðan undir þessu nafni. En nafnið hentar ekki lengur þar sem sú búð er nú með fullorðins vörur líka.“ Segir í Facebook færslu frá versluninni.

Græni unginn er eina sérhæfða barnavöru verslun Akureyrar
Mynd: Græni Unginn

Það má með sanni segja að eigendur Aftur Nýtt hafa haldið sér uppteknum í þetta eina ár sem fyrirtækið hefur verið í gangi, en seinnipart október 2019 tóku þau við rekstri á spila- og gjafavöruversluninni Kerti & Spil sem einnig er staðsett í Sunnuhlíð.
Fyrirtækið rekur því 3 verslanir í Sunnuhlíð í dag.

Má bjóða þér að deila þessari síðu?
 • 11
 •  
 •  
 •  
 •  
 •  
 •  
 •  
 •  
 •  
 •  
  11
  Shares