Líkt og glöggir lesendur og fylgjendur okkar tóku margir eftir þá var smá vandamál með síðuna okkar núna í morgunsárið á þessum forláta þriðjudag 5. febrúar 2020
Þegar komið var inn á vefsíðuna okkar voru engir póstar sjáanlegir, en það vandamál útskýrist af „einfaldri“ uppfærslu á vefsíðunni sem ruglaði algjörlega í öllum stillingum hjá okkur.

Ef þú sérð ekki uppröðun á póstum og ert að lesa þetta útfrá vefkrækju af Facebook þá ætti að vera nóg fyrir þig að endurhlaða síðunni, en í einstaka tilfellum gæti þurft að slökkva alveg á vafranum og fara aftur inn á síðuna til þess að sjá allt eins og það á að vera.
Vandamálið er nú komið í lag og afsökum við óþægindin sem þessi uppfærsla olli.