Ísafjörður er fjölskyldubær íþróttafólksins

Því hefur lengi vel verið haldið fram að gott sé að búa á Ísafirði fyrir fjölskyldufólk enda mikið lagt upp úr íþrótta- og tómstundastarfi barna þar á bæ.

Ísafjarðarbær bætir nú heldur betur við þjónustuna við fjölskyldufólk í nærsveitum þessa dagana en nýlega samþykkti Bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar að greiða akstursstyrk til foreldra barna og unglinga á grunnskólaaldri sem eiga lögheimili í Dýrafirði, Súgandafirði og Önundarfirði. Styrkurinn nær einungis til þeirra sem eiga börn sem stunda íþrótta- og tómstundastarf í Ísafjarðarbæ og er einungis veittur einn styrkur á hvert heimili á ári óháð fjölda barna.
Frá þessu er greint a vef Ísafjarðarbæjar

Ísafjörður er vel þekktur fyrir góða skíða aðstöðu. Mynd: dalirnir.is

Umræddur akstursstyrkur nær ekki til barna og unglinga sem eiga lögheimili í Skutulsfirði þar sem frístundarúta milli skutulsfjarðar og Bolungarvíkur þjónar þeim.

Upphæð styrks fyrir heimili er 30.000 kr. á ári og eru styrkir greiddir út einusinni á ári, í desember, að undangenginni auglýsingu frá Ísafjarðarbæ og tilkynningu HSV til aðildarfélaga.

Átt þú rétt á akstursstyrk? Þú getur séð reglugerðina hér: Reglur um akstursstyrki vegna íþrótta- og tómstundastarfs barna

Síðasti dagur til að skila umsókn um styrk fyrir árið 2019 er 20. nóvember. Styrkir verða greiddir út 5. desember.

Má bjóða þér að deila þessari síðu?
 •  
 •  
 •  
 •  
 •  
 •  
 •  
 •  
 •  
 •  
 •