Samfélagsmiðilinn Snapchat var að bæta við nýjum og frábærum filter sem kallast Cameos. Þessi nýji filter virkar þannig að þú tekur af þér sjálfu sem síðan setur andlitið á þér inn í hinar undarlegustu og skemmtilegustu aðstæður.
Hvernig set ég upp Cameo?
Ferlið er afar auðvelt, hér fyrir neðan ætla ég að taka saman hvernig þú ferð að því að setja upp Cameo filterinn.
- Opnaðu einhver samskipti við vin
- Ýttu á broskallinn inn í samskiptunum við þann ákveðna vin. Niðri á stikunni sem birtist ætti vera kominn nýr liður fyrir Camoes.
- Ýttu á Cameo liðinn og taktu sjálfu.
- Veldu hvort þú villt virkja tveggja persónu Cameo svo vinur þinn geti tekið þátt í ævintýrinu með þér.
Hvernig sendi ég Cameo á vin?
Þú velur Cameos inn í samskiptum við einhvern vin. Einnig er hægt að skoða Cameo vídeóið áður en þú sendir það og jafnvel vista það!
Svona sendir þú Cameo á vin.
- Opnaðu spjall við einhvern vin.
- Ýttu á broskallinn á stikunni niðri og þaðan ýtiru á Cameo andlitið í þeim undirflokki.
- Veldu þér Cameo sem passar við það sem þú ert að segja við vin þinn
- Ýttu á send (senda) og dreifðu þessu frábæra vídeó sem búið er að smíða af þér!
Viljiru skoða Cameo áður en þú sendir það, velur þú Cameo vídeó sem þú villt senda og velur more (meira) og þaðan ýtiru á view full screen (skoða í útfylltum skjá).
Hægt er að eiga við textan í sumum Cameos, einnig getur þú leift vini þínum að taka þátt í svokölluðu tveggja persónu Cameo ef vinur þinn hefur leift þér að nota sjálfuna af sér.
Hvernig breyti ég eða eyði Cameoinu mínu.
Langar þig að uppfæra sjálfuna þína? Ekkert mál. Þú getur uppfært sjálfuna þína í Cameo hvenær sem er.
Svona breytir þú Cameo sjálfunni þinni.
- Opnaðu samskipti við vin.
- Ýttu á broskallinn á stikunni
- Ýttu á Cameo hnappinn og ýttu þaðan á more (meira)
- Ýttu á new selfie (ný sjálfa)
Svona eyðir þú Cameo sjálfunni þinni.
- Ýttu á stillinga hjólið sem er inn í aðgangs upplýsingar.
- Ýttu á clear my Cameo selfie (eyða Cameo sjálfunni minni) undir aðgangs upplýsingar.
- Ýttu á Clear (hreinsa)
Við hér hjá Vangaveltum erum búnir að hlægja mikið af þessum nýja fítus svo við mælum eindregið með því að þú farir strax og setjir upp Camoes!