Það hafi sennilega allir heyrt þær hryllingssögur af börnum og krökkum sem eyða óvart fleiri þúsundum króna í símaleiki hjá foreldrum sínum. En tveggja ára stúlka frá San Diego í bandaríkjonum tók þetta skrefinu lengra í þetta skipti. En henni tókst með fikti í síma mömmu sinnar að versla sófa á Amazon að verðmæti 340 breska punda eða 55 þúsund íslenskra króna.

Afar óvænt uppákoma
Isabella McNeil, móðir ungu stúlkunar fékk afar óvænta tilkynningu þegar hún fékk skilaboð í símann sinn að sófinn sem hún hafði pantað sér væri á leiðinni. Fyrst hélt Isabella að hún hlyti sjálf að hafa pantað sófann í misgripum. En þegar hún lagði saman tvo og tvo áttaði hún sig á því að hún lét dóttur sína Raynu hafa símann til að leika sér með.
Svo virðist sem Rayna hafi síðan óvart opnað Amazon appið í síma mömmu sinnar og ýtt á takkan við umtalaða vöru sem stendur á „buy with one click“ eða keyptu með einu klikki. Þar sem kreditkort Isabellu var tengt við appið gekk greiðslan strax í gegn.

Því miður áður en Isabella náði að átta sig alamennilega á stöðunni sem hún var kominn í var verið að afhenda henni risastóran kassa með sófa í. Svo til að leggja gráu ofan á svart myndi það kosta hana 23 þúsund krónur að senda sófann til baka svo hún ákvað að halda honum til að reyna enduselja hann.
Isabella skrifar svo á facebook „Rayna dóttir mín pantaði óvart sófa á Amazon og ég verð að ná að selja hann aftur í dag!“

Því miður hefur Isabellu ekki miðað neitt við að reyna selja sófann. Hún vill minna aðra foreldra á að passa sig þegar þeir leifa börnunum sínum að leika sér að símonum þeirra. Það er kannski ekki 55 þúsund króna virði að kaupa sér nokkrar mínútur af frið með því að leifa börnunum þínum að fikta í símanum.
