Hleðsla á rafrettum

Þegar kemur að því að hlaða rafrettur er ekki sama hvernig farið er að því. Það eru margir liðir sem þarf að hafa í huga þegar kemur að hleðslu á rafhlöðum. Hér ætla ég að fara yfir í stuttu máli hvaða leið er best fyrir hverja rafhlöðu.

Pod græjur og mod með innbygðri raflhöðu:
Þessar græjur eru oft með minni rafhlöðum sem þola ekki að láta hlaða sig á mjög háum straum.
Þú villt aldrei hlaða pod græjur eða mod með innbygðri rafhlöðu á meira en 1Amper straum. Best er að hlaða þær á bilinu 0.5A – 0,75A þótt að 1Amper sé auðvitað í lagi.
Hægt er að hlaða þessar græjur í USB tengjum á tölvum (þó ekki USB 3.0 vegna þess hve háan straum USB 3.0 styðst við).
Einnig er í boði að nota sérstaka veggkubba sem eru ekki að senda út of mikinn straum við hleðslu.

Á veggkubbum er nánast alltaf lítill texti sem búið er að grafa í kubbinn eða prentað í daufu letri þar sem tæknilegar upplýsingar um kubbinn er að finna. Þar undir „output“ finnuru hvaða straum kubburinn er að senda út hverju sinni. Ef hann er merktur með 1A eða minna henntar hann fyrir hleðslu á pod græjum og mod-um með innbygðri rafhlöðu.
Einnig gæti staðið 1000mAh, það jafngildir 1Amper.
Rafrettuframleiðendur mæla aldrei með því að hlaða rafrettur í gegnum rafmagnstengi í bílum sökum flökts sem getur verið á straum í bíl.

Mod með útskiptanlegum rafhlöðum:
Flest mod sem eru með útskiptanlegum rafhlöðum nota svokölluð 18650 Li-ion batterí.
Alltaf skal fara með fyllstu varúð þegar maður mehöndlar lithium-ion (Li-ion) rafhlöður. Ekki láta samt hræðast, þessar rafhlöður eru ekki hættulegar svo lengi sem þú meðhöndlar þær og hleður rétt.

Ef þú ert með mod sem tekur aðeins eina raflhöðu má fylgja sömu reglum og gilda um pod og mod með innbygðum rafhlöðum. Einnig er hægt að taka rafhlöðuna úr græjunni og hlaða í hleðsludokku.
Ef þú ert með mod sem tekur tvær eða fleiri raflhöður skal alltaf hlaða þær í hleðsludokku. Þar sem ekki hægt er að treysta á það að tölvuheili græjunar deili straumnum rétt á milli rafhlaða.

Kosturinn við að nota mod með útskiptanlegum rafhlöðum er að hægt er að hlaða þau á hærri straum svo hleðslutíminn er styttri ef maður er mögulega á hraðferð. Þótt að hægari hleðsla fari alltaf betur með rafhlöðurnar og lengir líftíma þeirra.
Margar af nýrri hleðsludokkum geta hlaðið rafhlöður á allt að 2Amper straum. Það er í lagi að styðjast við 2Amper strauminn við hleðslu á 18650 rafhlöðum. Þá hleður dokkan 3000mAh batterí á sirka einum og hálfum klukkutíma.
Eins og er tekið fram hér að ofan er alltaf best að styðjast við hægari 1Amper hleðslu á 18650 rafhlöðum þar sem hægari hleðsla fer alltaf betur með raflhöðuna.

Má bjóða þér að deila þessari síðu?
 •  
 •  
 •  
 •  
 •  
 •  
 •  
 •  
 •  
 •  
 •