Hve öruggar eru rafrettur?

Það er oft spurt, „Hve öruggar eru rafrettur?“
Það er nú þannig í þessum heimi okkar að það er ekki til einn einasti hlutur sem er 100% skaðlaus. Augljóslega á það einnig við um rafrettur.
En hve skaðlegar eða skaðausar eru þær?

Ég ætla ekki að sitja hér og staðhæfa að þær séu 100% öruggar, og vitna þar með í setningu 2 hér að ofan, en hér verður skrifað útfrá því sem við þekkjum í dag og útfrá vísindalegum niðurstöðum einhverra virtustu lænkafélaga heims.

Ef við notumst við hina klassísku þreyttu línu „Rafrettur eru tiltörulega nýlegar á markaði og því ekki komin loka niðurstaða í það mál“ þá er það að vissu leiti rétt, enda ómögulegt að útkljá fyrir fullt og allt skaðsemi eða skaðleysi vöru án þess að prófa hana í tugi ára.

Allt að 95% skaðminni en sígarettur

Royal Collage of Phycisians og Public Health England hafa gefið út að rafrettur séu 95% skaðaminni en sígarettur, og það er einmitt málið, þær eru auðvitað ekki skaðlausar með öllu, en þær eru mikil skaðaminnkandi leið frá sígarettum. Þessu halda þeir en fram í dag og hafa nú byrjað að heimila opnun á rafrettu verslunum inni á sjúkrahúsum landsins, enda sjá þeir gífurlega gott tækifæri hér til þess að gera út af við sígaretturnar í eitt skipti fyrir öll.

Margar rannsóknir gerðar, engar sanna skaða

Það hafa verið gerðar gífurlega margar rannsóknir á þessari tækni og hafa þær hingað til ekki sýnt frammá með staðreyndum neina alvarlega skaðsemi af notkun á rafrettum.
Það hafa komið nokkrar rannsóknir sem túlkaðar eru á slæman máta en eru afsannaðar hið snarasta af vísindaheiminum, og ber þar að nefna hasar í kringum rannsókn þar sem vísindamenn reyndu að halda því fram að gufa úr rafrettu væri eitraðari en andrúmsloftið í Hong Kong sem er augljóslega hlægilega léleg lygi sem afsannað var hraðar en hægt væri að taka púff af veipu.. eða svona nokkurnvegin.

Það er jú eins með þessa tækni eins og annað, að fólk getur verið mis viðkvæmt fyrir vissum innihaldsefnum, sem dæmi getur fólk verið með óþol eða ofnæmi fyrir einhverju af innihaldsefnum vökvanna, en skaðsemin af venjulegri notkun hefur enn ekki verið sönnuð.

Faraldurinn í Bandaríkjunum

Nýjasta æðið hefur verið að tengja rafrettunotkun við veikindi og dauðsföll í Bandaríkjunum, og hafa fjölmiðlar um heim allan verið að njóta sín í æsifréttamensku varðandi það mál.

Sannleikurinn þar var þekktur strax frá upphafi, en það tók marga mánuði fyrir CDC og FDA að segja satt frá og „staðfesta“ orsökin, en veikindin þar ytra og dauðsföll þeim tengdum voru tengd notkun á Vítamín E olíu sem búið var að bæta útí Kannabis olíu til að þykkja hana út eftir að önnur efni voru notuð til að skera hana niður og þynna til að auka magnið.
Vítamín E er holt og gott efni, en í gufuformi sem þessu leggst það inn á lungun og takmarkar til muna virkni þeirra og lýkjast einkenni þá helst alvarlegri lungnabólgu.

Hasarinn í kringum loftbrjóstin

Einnig hefur verið komið með staðhæfingar um að rafrettur valdi gati á lungum notenda, og hér á landi vilja sérvaldir sérfræðingar halda því fram að 5 tilfelli um slíkt hafi átt sér stað, meðan að staðreynd málsins er sú að ungir grannir karlmenn eru í áhættuhóp með að fá gat á lunga (loftbrjóst) og er þessi kvilli vel þekktur löngu áður en rafrettur komu til sögunnar.
Þeir sem eru í áhættuhóp gætu lent í þessu einfaldlega með því að halda andanum of lengi niðri eða útfrá kröftugum hósta útaf kvefi svo fátt eitt sé nefnt. Ómögulegt er því að mati þeirra lækna sem höfundur hefur rætt við að tengja þetta við rafrettu notkun nema þá með því að segja að viðkomandi hafi hóstað útaf rafrettu gufu og þar af leiðandi fengið loftbrjóst, en það gæti allt eins verið útaf því að viðkomandi svelgdist á sínu eigin munnvatni..

En hve öruggar eru rafrettur þá?

Við þurfum að fylgja Bretunum, allt að 95% skaðaminna en sígarettur, það segir helling og það segir nóg. Tóbak,og þá helst sígarettur, eru helsta orsök dauðsfalla sem hægt er að komast hjá, og ef vara sem er 95% skaðaminni en tóbak er til staðar þá á að berjast fyrir bættu aðgengi almennings að þeirri vöru!
Sama stofnun staðhæfir þessar tölur og sem varaði fyrst við hættunum sem fylgdi sígarettum, stofnun sem að hefur það að markmiði (ásamt mörgu öðru) að losna alfarið við reyktóbak, og í framhaldinu tóbakið allt.
Allavega þar til annað kemur í ljós! En að hugsa sér að ætla að setja frekari hömlur á rafrettur því það hefur ekki verið sannað að fullu hver áhrifin eru, er ekki að fara að hjálpa í baráttunni við tóbakið.

Má bjóða þér að deila þessari síðu?
 •  
 •  
 •  
 •  
 •  
 •  
 •  
 •  
 •  
 •  
 •