Rafrettur og flug

Ein algengasta spurning í rafrettu heiminum er hvernig skal fara að málum varðandi rafrettur og vörum þeim tengdum þegar ferðast er með flugvél.

Eftirfarandi upplýsingar gilda fyrir bæði innanlands- og millilandaflug.

Vökvar
Vökvarnir meiga fara bæði í handfarangur og í innritaðann farangur.
Ef þú ákveður að hafa vökva í handfarangri þá gildir sama regla um þá og aðra vökva, en það er 100ml hámarks stærð á umbúðum, sama hve mikið er í flöskunni, og ekki meira en samanlagt magn 1 líter af vökvum.
Þá þurfa allir vökvar, krem og fl. sem flokkast undir 1 líters reglu flugvalla að passa saman í zip-lock poka svo hægt sé að loka honum.
Ekkert hámark er á vökvamagni í innrituðum handfarangri þegar horft er til flugfélaga, en annað mál gæti átt við er kemur að áfangastað hve mikið magn þér er heimilt að koma með inn í landið.

Rafrettur og batterí
Eingöngu er heimilt að vera með rafrettur og auka batterí í handfarangri!
Auka batterí skulu vera í öryggisboxum og slökkva skal á græjunni.
Þegar farið er í gegnum öryggisleit skal setja rafrettuna og auka batterí í bakkann svo augljóslega sjáist um hvað ræðir líkt og gert er við síma, tölvur og fl.

Það er með öllu óheimilt að hafa vörur sem innihalda Lithium batterí í innrituðum handfarangri, hvort sem það er rafretta, auka batterí, sími, tölva eða hvað annað.
Algengt er að fólk lendi í því að þegar innritaður handfarangur er skannaður, þá séu vörur sem innihalda rafhlöður fjarlægðar án þess að hafa samband við farþega varðandi slíkt.

Tankar
Það má hafa tanka bæði í handfarangri og innrituðum farangri.
Aftur á móti ber að hafa í huga að tankar og hylki með vökvum eru mjög líkleg til þess að leka í flugi svo mikilvægt er að nota annað hvort af eftirfarandi leiðum til þess að komast hjá leka.

 • Tæma tankinn alveg fyrir flug, skrúfa hann af græjunni, vefja inn í pappír og setja í töskuna.
 • Taka tankinn af græjunni, loka loftflæðigötum, vefja pappír utanum og hafa hann á hvolfi allt flugið, t.d. í sætisvasanum fyrir framan þig (passa að gleyma honum ekki)

Má bjóða þér að deila þessari síðu?
 • 16
 •  
 •  
 •  
 •  
 •  
 •  
 •  
 •  
 •  
 •  
  16
  Shares
 • Post author:
 • Post category:Rafrettur