Rock Werchter 2020 lofar góðu

Rock Werchter er tónlistarhátíð sem haldin er ár hvert í Werchter í Belgíu. Fyrsta hátíðin var haldin árið 1975 og hefur hún verið árlegur viðburður síðan þá. Í ár er því 46. hátíðin haldin og verður hún dagana 2-5 júlí 2020.

Hátíðin er með best skipulögðu hátíðum í heimi að mati flestra sem hafa farið á hana, og er greinarhöfundur sammála þeirri skoðun, enda farið 2x sjálfur, árið 2017 og árið 2019.
Miðað við tilkynningar síðustu daga mun ég klárlega fara aftur árið 2020.

Tilkynnt 2. desember 2019 - PEARL JAM

Fyrsta tilkynningin fyrir næstu hátíð kom 2. desember og var hún ekkert lítil, en það er stjórsveitin Pearl Jam sem mun stíga á svið fimmtudaginn 2. júlí og er hún að loka fyrsta degi hátíðarinnar á stóra sviðinu.

Tilkynnt 3. desember 2019 - Twenty One Pilots

Stjórnendur Rock Werchter voru ekkert að hika neitt með tilkynningarnar og komu strax daginn eftir með næsta nafn, en það eru meistararnir í Twenty One Pilots sem munu stíga á svið laugardaginn 4. júlí

Tilkynnt 4. desember 2019 - System Of A Down

Það kom mjög skemmtilega á óvart að sjá hina heimsfrægu stórsveit System Of A Down vera tilkynnta á svið á síðasta degi hátíðarinnar, sunnudaginn 5. júlí, en þeir spiluðu síðast á hátíðinni árið 2017 og voru algjörlega frábærir á sviði það árið.

Tilkynnt 5. desember 2019 - 5 nöfn tilkynnt

Það komu 5 nöfn til viðbótar fimmtudaginn 5. desember og stefnir því allt í gífurlega gott „Line-Up“ á næstu hátíð!

 • Pixies stígur á svið fimmtudaginn 2. júlí
 • Wilco kemur einnig fram 2. júlí
 • The Streets mun taka sína slagara 4. júlí
 • Thom Yorke Tomorrow’s Modern Boxes mun spila 5. júlí
 • Yungblud mun einnig hrista upp í gestum þann 5. júlí

Þetta stefnir allt í gífurlega góða hátíð og mun miðasala á Rock Werchter 2020 hefjast föstudaginn 6. desember 2019 á Ticketmaster.

Þú getur nálgast miða hér: Ticketmaster.be

Við munum fylgjast vel með og setja inn fleiri greinar með nánari upplýsingum um tónlistarhátíðina þegar nær dregur og eftir því sem fleiri upplýsingar eru gefnar út af skipuleggjendum 

Má bjóða þér að deila þessari síðu?
 • 18
 •  
 •  
 •  
 •  
 •  
 •  
 •  
 •  
 •  
 •  
  18
  Shares