Öxnadalsheiði lokuð vegna veðurs

Þjóðvegur 1 hefur nú verið lokaður við Öxnadalsheiði vegna veður og snjóþunga. Snjóþekja, skafrenningur og hálka er á þjóðvegum á Norðurlandi, Vestfjörðum og Austurlandi. Gul viðvörun gildir næsta sólarhringin á Norður-, Austur-, og Suðausturlandi vegna hríðar og skafrennings.

Færðin á öxnadalsheiði séð úr vestri klukkan hálf 2.
Mynd: Vefmyndavélar vegagerðarinnar

Snjóað hefur mikið á landinu norðantil og spáð er áframhaldandi snjókomu og éljagangi með mögulegri slyddu. Veðurstofan spáir einnig vaxandi norðaustanátt 13-20 m/s. Hvassara verður á Suðausturlandi.

Frekar hvasst hefur verið á Vestfjörðum. Á Steingrímsfjarðarheiðinni er stormur, vindhviður ná í 25 m/s og er meðalvindur á svæðinu 21 m/s. Þjóðvegurinn um Steingrímsfjarðarheiði og Djúpvegurinn er opinn en þar má búast við miklum éljagangi og snjóþekju á veginum.

Á vef vegagerðarinnar segir að vetrafærð er á landinu öllu. Víða er mjög hvasst. Einnig er hægt að fylgjast með færðinni í vefmyndavélum í rauntíma á vef vegagerðarinnar.

Með lokun Öxnadalsheiðarinnar er hætta á að pakkar sem voru sentir með Íslandspósti í dag á milli landshluta muni geta seinkað.

Við hvetjum alla sem eru að ferðast um landið núna að fara með mestu varúð og hlíða á viðvaranir þar sem þær eiga gildi.

Má bjóða þér að deila þessari síðu?
  •  
  •  
  •  
  •  
  •  
  •  
  •  
  •  
  •  
  •  
  •