Escape Akureyri – Frábær skemmtun

Fyrirtækið Escape Akureyri býður upp á nýja tegund afþreyingar en hér er um er að ræða svokallaða “Flóttaleiki” (real life escape games).

Flóttaleikir eru einstaklega spennandi afþreying sem hentar vel fyrir vinahópa, fjölskyldur, vinnufélaga og skólafélaga. Leikirnir eru krefjandi og reyna á útsjónarsemi, samvinnu, athygli og skipulagshæfileika. Hópurinn hefur aðeins 60 mínútur til að finna og ráða í vísbendingar og leysa mismunandi erfiðar þrautir sem standa í vegi fyrir útgöngu.

Hægt er að velja úr 3 leikjum sem hafa, hver um sig, sérstakt þema, markmið, þrautir og vísbendingar. Við tökum á móti hópum af öllum stærðum en lágmarksþátttaka í herbergi er 2 og mest getum við tekið á móti 21 manns í einu.

Aðsend mynd frá Escape Akureyri

2F1 fyrir KEA korthafa föstudaginn 14. febrúar

Í tilefni Valentínusardagsins næstkomandi föstudag, 14. febrúar, verður í boði 2 fyrir 1 tilboð í Escape Akureyri fyrir alla KEA korthafa.
Mér þykir pínu krúttlegt að koma ástinni sinni á óvart og læsa sig saman inni í herbergi í klukkutíma þar sem samvinna og útsjónarsemi skiptir gífurlegu máli“ segir eigandi fyrirtækisins og hlær.

KEA korthafar fá svo alla aðra daga 5% afslátt að aðgöngugjaldi.

Aðsend mynd frá Escape Akureyri

Frábær skemmtun sem hentar öllum hópum

Flóttaleikir hafa farið ört vaxandi í vinsældum um heim allan og henta í raun fyrir flestar, ef ekki allar, samsetningar af hópum. Mjög vinsælt er sem dæmi að steggjunar- eða gæsunar hópar komi og geri sér glaðan dag, en þess má geta að gæsin sjálf eða steggurinn sjálfur fá ávallt frítt inn í þeim tilfellum.

Fjölskyldur geta einnig gert sér glaðan dag með því að kíkja í flóttaherbergi, þó oftast eru þrautirnar hugsaðar fyrir 13 ára og eldri. Escape Akureyri tekur þó við öllum, en börn undir 10 ára fá 50% afslátt af aðgöngugjaldi en verða þau þó að vera í fylgd með foreldrum.

Escape Akureyri er staðsett í Gránufélagsgötu 4 á Akureyri, uppi á annarri hæð.

Aðsend mynd frá Escape Akureyri
Má bjóða þér að deila þessari síðu?
 • 10
 •  
 •  
 •  
 •  
 •  
 •  
 •  
 •  
 •  
 •  
  10
  Shares