Lögreglan á Vestfjörðum leitar karlmanns í tengslum við rannsókn á innbroti í verslunina Hamraborg á Ísafirði.
Frá þessu er greint í tilkynningu frá lögreglunni á Facebook.
Innbrotið átti sér stað aðfaranótt sunnudagsins 24. nóvember.
Allir sem geta gefið upplýsingar um manninn eru hvattir til að hafa samband við lögregluna á Vestfjörðum í síma 444 0400 eða í einkaskilaboðum á facebooksíðu lögreglunnar.
Mynd af manninum má sjá í Facebook færslu lögreglu hér fyrir neðan.