Hildur Guðnadóttir fyrsti Íslendingurinn sem vinnur Óskarinn!
Mynd: Kevin Winter/Getty

Hildur Guðnadóttir er fyrsti Íslendingurinn til að vinna Óskarsverðlauninn en sigurganga hennar fyrir tónlist hennar í kvikmyndinni The Joker hefur verið ævintýri líkast.

Hildur má svo sannarlega vera stollt af sér því hún hefur nú tekið við, ásamt Óskarsverðlaununum, bæði Grammy og Bafta verðlaunum fyrir þessa sömu tónlist.

Níundi Íslendingurinn til þess að hljóta tilnefningu

Einungis 9 Íslendingar hafa hlotið þann heiður að vera tilnefndir til Óskarsverðlauna í gegnum tíðina og er Hildur sú fyrsta til þess að komast alla leið og fá hina eftirsóttaverðu styttu og þann titil sem því fylgir.

 • Sturla Gunnarson (fæddur á Íslandi, ólst upp í Kanada) var tilnefndur fyrir heimildarmyndina After the Axe árið 1982.
 • Friðrik Þór Friðriksson var tilnefndur árið 1991 fyrir bestu erlendu myndina Börn Náttúrunnar.
 • Pétur Hlíðdal (fæddur á Íslandi, ólst upp í Bandaríkjunum) hefur tvisvar sinnum verið tilnefndur fyrir besta hljóðið, fyrst árið 1995 fyrir myndina Batman Forever og síðar árið 2004 fyrir myndina The Aviator.
 • Björk og Sjón voru bæði tilnefnd árið 2000 fyrir besta lagið „I’ve Seen It All“ í myndinni Dancer in the Dark.
 • Rúnar Rúnarsson og Þórir S. Sigurjónsson voru tilnefndir fyrir bestu stuttmyndina Síðasti Bærinn árið 2005.
 • Jóhann Jóhannsson var svo tilnefndur árið 2014 og 2015 fyrir tónlist úr myndunum The Theory of Everything og Sicario
 • Hildur Guðnadóttir var svo tilnefnd árið 2020 fyrir tónlist sína í The Joker og hlaut hún verðlaunin.

Fjórða konan til að hljóta Óskarsverðlaun fyrir frumsamda tónlist.

Hildur er aðeins fjórða konan í 92 ára sögu Óskarsverðlaunanna til að hljóta Óskarinn fyrir frumsamda tónlist. Í ræðu sinni er hún tók við verðlaununum sagði hún:

„Til stelpnanna, til kvennanna, til mæðranna og dætranna, sem heyra í tónlistinni rísa upp að innan… látið í ykkur heyra. Við þurfum að heyra raddir ykkar,“

Hildur GuðnadóttiR, 2020

Má bjóða þér að deila þessari síðu?
 • 2
 •  
 •  
 •  
 •  
 •  
 •  
 •  
 •  
 •  
 •  
  2
  Shares