SAW endurgerð á leiðinni.

Það kannast víst flestir við hrollvekjuseríuna SAW. Myndirnar ganga flestar eins fyrir sig, þar sem hópur af fólki vaknar í herbergi og til þess að bjarga lífi sínu þurfa þau að leysa alls kyns dauðhættulegar þrautir til þess að lifa af.

Myndirnar hafa bæði verið mjög umdeildar fyrir hversu gróft ofbeldi þær sýna en einnig fyrir að gefa hrollvekju nýjan svip.

Endurgerð af fyrstu myndinni.

Eftir að seinustu myndirnar komu og fóru voru margir aðdáendur myndinna farnir að missa áhugan þar sem söguþráðurinn var orðinn meira en lítið teigður.

Það hefur sennilega komið mörgum SAW aðdáendum á óvart að heyra af því að leikarinn Chris Rock væri að vinna að því að endurútgefa fyrstu myndina í seríunni í sínum stíl.
Við höfum ekki fengið að vita neitt af ráði um hvernig myndin ætti að líta út fyrr en „trailer“ af myndinni kom út gær sem gaf okkur frekari innsýn í myndina.

Kvikmyndin mun bera nafnið, Spiral: From the Book of Saw

Fannst vanta agnarlítin húmor í SAW myndirnar.

Aðspurður að því afhverju hann kæmi að þessari endurgerð SAW myndina sagði Chris Rock. „Það er mjög oft sem ég er að horfa á bíómynd og hugsa með mér ‘vá, einn eða tveir brandarar hefðu breytt þessari senu til muna’”.

Chris heldur áfram og bætir við. „Ég elskaði SAW myndirnar en þær vöru gjörsamlega húmorslausar svo mér finnst gaman að koma að þessari endurgerð“. Chris segir líka að fólk þurfi ekki að örvænta, þetta er ennþá SAW mynd full af ofbeldi og blóði, við erum ekki að gera aðra Scary Movie mynd.

Myndin á að koma út 15. maí svo SAW aðdáendur geta farið að hlakka til!

Hér fyrir neðan er svo „trailer“ úr myndinni.

Má bjóða þér að deila þessari síðu?
  • 3
  •  
  •  
  •  
  •  
  •  
  •  
  •  
  •  
  •  
  •  
    3
    Shares