Er síðan örugg?

Vandamál sem að margir lenda í þegar kemur að vefverslunum, er að vita hvort að umrædd síða sé örugg eða yfir höfuð alvöru verslun.

Hverju skal horfa eftir

Þumalputta reglan er sú að ef verðið er of gott til að vera satt, þá er það einmitt þannig.
En þó ekki í öllum tilfellum.
Sem dæmi eru í boði virkilega lág verð (skv. auglýsingu) á síðum eins og Wish og fl. en það er þó oft einhver hængur á. Oftar en ekki er um að ræða svokallaðar B Vörur sem hafa verri gæði en aðrar. Einnig er möguleiki á að um sé að ræða falskar vörur (e. fake product) þar sem búið er að gera eftirlíkingu af alvöru vörunni.
Þá er líka möguleiki á því að um sé að ræða gamlar týpur, lagerhreinsun og marg fleira svo það getur reynst erfitt að meta.

Skoða umsagnir um síðuna / vöruna (e. reviews)

Umsagnir gefa gífurlega góðar vísbendingar um seljanda og vöruna.
Ef að vara er með 4+ stjörnur af 5, útfrá mörgum umsögnum þá má búast við því að hún sé góð.
Þó ber að varast að það eru einstaklingar sem stunda það að skrá falskar umsagnir á síðurnar sínar. Það borgar sig því að fara vel yfir umsagnir og skoða þær.

Hafa skal í huga að þó það séu einstaka slæmar umsagnir þá merkir það ekki að umrædd vara sé slæm, fólk er mis heppið með eintök, og mis smámunasamt.
Aftur á móti ef mikið magn af lélegum umsögnum er vði seljanda eða vöru þá ber að hafa það bakvið eyrað við ákvörðunartöku

Trustpilot

Hægt er að notast við síðuna Trustpilot, og fletta þar upp seljanda til þess að sjá töluvert óháðari umsagnir um viðkomandi. Aftur á móti hefur fólk farið útí það að setja falskar umsagnir þar inn líka en það er aðeins flóknara ferli heldur en að stunda slíkan óheiðarleika á sinni eigin síðu.
Trustpilot er aftur á móti miðlægt umsagnarkerfi þar sem notendur setja inn umsagnir um fyrirtæki sem hægt er að lesa yfir og finna út hvaða álit aðrir hafa á umræddri síðu.
Hér getur þú skoðað Trustpilot

Scamadviser

Hægt er að athuga hvort að vefsíða sé örugg með því að notast við síðuna Scamadviser.
Þar getur þú flett vefsíðum og vefverslunum og fá þar með smá hugmynd um hvort að síðan sé örugg eða ekki.
Scamadvicer flettir upp ýmsum upplýsingum varðandi vefsíðuna og gefur henni einkun útfrá mörgum atriðum. Má þar nefna aldur vefsíðu, virkni, einkannagjöf og fl.
Hér getur þú skoðað Scamadviser

Samfélagsmiðlar

Ef þessar aðferðir hjálpa þér ekki er hægt að senda fyrirspurnir á sérstökum hópum á facebook og öðrum samfélagsmiðlum, um hvort fólk hafi verslað af viðkomandi síðu og hver reynslan var.
Oft er þægilegt að fá svör í rauntíma frá fólki ef maður er ekki viss með traustið á vissum síðum.
Sem dæmi um mjög virkan hóp á Facebook má nefna umræðuhópinn Verslun á netinu.

Má bjóða þér að deila þessari síðu?
  •  
  •  
  •  
  •  
  •  
  •  
  •  
  •  
  •  
  •  
  •