Röng vara

Stundum verður mönnum á og senda af stað ranga vöru, en hvað er hægt að gera í því?

Sé send til þín röng vara í pósti er í langflestum tilvikum lítið mál að lagfæra þau mistök og fá rétta vöru senta til þín.

Heyrðu strax í sendanda

Sentu skilaboð eða hringdu strax í seljanda þegar þú sérð að þú hefur fengið afhenta ranga vöru.
Ef þú sendir skilaboð skalt þú láta fylgja með mynd af vörunni sem þú fékst senta og afrit af reikningnum þínum sem sýnir hvaða vöru þú pantaðir í raun.
Þú hefur fullann rétt til þess að fara fram á að fá rétta vöru afhenda.

Eftir það biður seljandi þig venjulega um að senda til baka vöruna sem þú fékst svo þeir geti sent af stað réttu vöruna. Ef öll mistök liggja hjá seljanda varðandi ranga vöru á hann að öllu jafna að greiða allan sendingarkostnað sjálfur, þar sem það er ekki þér að kenna að röng vara var sent til þín. Slíkt fer þó eftir skilmálum hjá hverri verslun fyrir sig.

Í flestum tilvikum er lítið mál að ganga frá þessum málum og fá þetta leiðrétt. En auðvitað kemur það fyrir að seljandi svari ekki eða neitar að senda rétta vöru.

Mistök geta gerst, þá er að finna lausnir! Mynd: Google

Seljandi neitar að leiðrétta mistökin.

Í þeim tilvikum þarf að fara aðrar leiðir.
Ef um búð hér á Íslandi er að ræða, gæti verið rétt í stöðunni að finna sér tíma til að líta við í búðinni sjálfri og ganga frá þessum málum þar.
Ef ekkert gengur þá borgar sig að ráðleggja sig við neytendasamtökin og/eða neytendastofu.

En því miður geta þessar aðstæður einnig komið upp þegar verslað er á erlendum síðum.
Ef seljandi neitar að senda rétta vöru til þín eða svarar ekki spurningum þínum er best í þinni stöðu að hætta viðskiptum við tiltekta búð og vara aðra við því að versla við þá.
Við mælum með að notast ávalt við paypal þegar pantað er á erlendum síðum ef það er í boði.
Ef þú notaðir PayPal til þess að greiða fyrir pöntunina þína og seljandi neitar að leiðrétta mistökin þá getur þú beðið PayPal um að bakfæra greiðsluna, enda bjóða þeir upp á viðskiptavina vörn til þess einmitt að komast hjá tapi viðskiptavina á óheiðarlegum viðskiptum.

Má bjóða þér að deila þessari síðu?
 •  
 •  
 •  
 •  
 •  
 •  
 •  
 •  
 •  
 •  
 •