Pöntun / Pakki skilaði sér ekki

Eins ömurlegt og það er, þá lendir fólk öðru hvoru í því að pantanir skili sér ekki á leiðarenda. En hvað er hægt að gera í því?

Hafðu samband við seljanda.

Í þessum aðstæðum er best að byrja á því að heyra í seljanda og sína fram á með rekjanlegu sendingarnúmeri að varan hefur enn ekki skilað sér.
Þá er möguleiki fyrir seljandan að heyra í þeim sendingaraðila sem þeir vinna með og fá frekari upplýsingar um hvar varan þín gæti mögulega verið staðsett.

Hafðu samband við þinn flutningaraðila.

Þótt að sejandi sé að hjálpa þér að finna pakkan þinn getur verið kostur fyrir þig að heyra sjálfur í þeim sendingaraðila sem þú valdir og tala við hann um hvað sé best að gera.
Oft á tíðum sjá flutningsaðilar meiri upplýsingar heldur en kemur fram í tracking.
Einnig kemur það fyrir að þó þú sért t.d. með sendingarnúmer frá Kína og pöntunin fer í gegnum Íslandspóst, þá gæti sendingarnúmer hafa breyst á miðri leið eða þegar hingað er komið.

Það er fátt meira pirrandi en að sendingin týnist. Mynd. Google

Ert þú sjálf(ur) að senda pakka?

Sért þú sjálf(ur) að senda rekjanlegan pakka milli landshluta með Íslandspósti er innbyggð trygging á pakkanum upp að 22.500kr. Sért þú að senda rekjanlegan pakka að verðmæti meira en innifalin trygging, er hægt að versla sér auka tryggingu upp að 100.000 kr. fyrir 500 kr.
Íslandspóstur bíður upp á að versla auka tryggingu fyrir allt að 3 milljónir kr.
Það borgar sig alltaf að kaupa auka tryggingu sért þú að senda verðmætan pakka milli landshlusta eða milli landa ef það skildi koma fyrir að pakkinn þinn týnist.

Má bjóða þér að deila þessari síðu?
  •  
  •  
  •  
  •  
  •  
  •  
  •  
  •  
  •  
  •  
  •