Pöntun send í nokkrum pörtum

Það getur verið ágætis hausverkur þegar að sendandi frá öðru landi ákveður að senda pöntunina þína í nokkrum mismunandi sendingum í staðin fyrir að senda hana alla saman í einni sendingu.

Gallinn við að fá sendinguna þína senta í mörgum pörtum er að þá gætir þú þurft að borga umsýslugjöld, tollafgreiðslu og sendingargjald innan/utan evrópu oftar en einu sinni og hækkar þá auðvitað kostnaðinn við að panta að utan til muna.

En hver er besta leiðin til að komast framhjá þessum vandræðum?
Hér fyrir neðan eru nokkrar leiðir tsem hægt er að grípa til svo hægt sé að komast sem hagstæðast frá því að panta að utan.

Hafðu samband við seljandan:

Gott er að hafa samband við seljandan að fyrra bragði og biðja hann sérstaklega að passa það að allir þessir litlu hlutir fari örugglega ekki af stað á mismunandi tíma. Heldur bíði með það að senda pakkan af stað þar til allir hlutir eru tilbúnir til sendingar.

Varðandi Ali-Express og svipaðar netverslanir:

Á síðum eins og Ali Express, Wish og svipuðum netverslunum er þetta oft sett upp þannig að þetta er ekki ein stór verslun heldur margar litlar búðir undir sama þaki. þá er gott að hafa í huga hvaða verslun er verið að panta frá í hvert sinn og passa að panta allar vörurnar frá sama aðila. Einnig hafa samband við seljandan um leið og þú hefur lagt inn pöntunina og beðið um að fá þetta allt sent saman.
Ef þú ert að panta frá mörgum mismunandi seljendum þá mun ekki vera hægt að komst hjá því að þetta fari í mörgum sendingum til landsins.
Í því tilfelli er hægt að freistast þess að tala við Íslandspóst (eða það fyrirtæki sem sér um innflutning á sendingunum) og útskýra málið fyrir þeim með von um að fá þetta allt á sömu tollafgreiðslu.

Ef sending frá sama sendanda fer í nokkrum pörtum til landsins

Ef þú lendir í því að sendnandi sendir pöntunina í mörgum pörtum þarft þú að senda inn upplýsingar um slíkt, með því að senda öll sendingarnúmer saman og svo reikninginn fyrir pöntuninni. Þá er mikilvægt að útskýra vel í lýsingunni að þetta sé allt eina og sama pöntunin og biðja þá um að tollafgreiða allar sendingar saman.

Ef pöntun er komin á pósthús en hefur verið tolluð vitlaust eða í mörgum pörtum

Þegar slíkt gerist er hægt að neita móttöku, útskýra málið og fá þá til að endurreikna innflutningsgjöld með tilliti til þess að þetta sé allt eina og sama pöntunin. Í flestum tilfellum gengur það upp en það fer auðvitað eftir aðstæðum hverju sinni.

Má bjóða þér að deila þessari síðu?
  •  
  •  
  •  
  •  
  •  
  •  
  •  
  •  
  •  
  •  
  •