Vara kom skemmd.

Það er aldrei gaman að vera búinn að bíða spenntur eftir að fá vöru í hendurnar í póstinum og komast svo að því að varan hefur skemmst í flutningi.
En hvað er þá til ráða?
Hér fyrir neðan ætlum við að ræða hvernig sé best að snúa sér í þessum málum.

Heyrðu strax í seljanda.

Ef vara kemur skemmd upp úr pakningunni skalltu heyra strax í seljanda innan 24klst og láta vita af skemmdum. Þú ráðleggur þig svo við seljanda hvor ykkar heyrir í þeim sendingaraðila sem sá um pakkan þinn varðandi hvað skuli gera.

Heyrðu einnig í þínum fluttningsaðila.

Gott er að hafa strax samband við þinn flutningsaðila þegar upp kemur að varan sé skemmd sem þú fékkst senda. Þá mun hver og einn sendingaraðili hjálpa þér í gegnum það ferli sem því fylgir að fá vöruna þína bætta. T.d. biður Íslandspóstur þig um að fylla út tjónaskýrslu ef upp kemur að varan er skemmd. Tjónaskýrslu Íslandspóst finnuru hér

Ekki taka við skemmdum pakka.

Sért þú að fá pakka afhentann með póstinum eða öðrum sendingaraðila og þú sérð augljósar skemmdir utan á pakkanum, skalt þú ekki samþykkja afhendingu fyrr en búið er að fara yfir innihald pakkans.

Má bjóða þér að deila þessari síðu?
 •  
 •  
 •  
 •  
 •  
 •  
 •  
 •  
 •  
 •  
 •