Hvenær borgar sig að panta

Hvenær borgar sig að panta vörur að utan með tilliti til sendingarkostnaðar og innflutningsgjalda vs. kostnaðs á vöru hér heima

Vegna gífurlegra mikillar umræðu um innflutningsgjöld á sendingum síðustu mánuði, þá aðalega þessum ódýrari, þá ákvaðáðum við að gamni okkar að skella þessu upp í léttan útreikning til þess að sjá á hvaða tímapunkti innflutningsgjöld byrja að vera dýrari en keypt vara.
Hugmyndin er sú að lesendur geta kanski notað þessa töflu til þess að gera sér grein fyrir áætluðum innflutningskostnaði.

Forsendur sem eru notaðar

Umsýslugjald E3 miðað við að fólk fái tilkynningu í tölvupósti: 595 kr.
Innflutningsgjald utan evrópu: 600 kr.
Virðisaukaskattur: 24%
Miðað við gengi dagsins sem þetta var reiknað 10.09.19: ISK/USD 126.15/1 (almennt gengi)

Niðurstaðan:

Það þarf að panta fyrir lámark 12,46$ / 1.572 kr. (vöruverð + sendingarkostnaður) en allt undir því þá eru innflutningsgjöld hærri en það sem greitt var fyrir vöru og sendingu.
Þegar komið er uppí 36,43$ / 4.596 kr. (vöruverð + sendingarkostnaður) þá eru innflutningsgjöld 50% af því sem greitt var fyrir vöru og sendingu.

Viðbót:

Augljóslega yrðu tölurnar öðruvísi ef að við miðum við að fólk borgi fullt umsýslugjald (995 kr) , er að flytja vöru frá landi innan evrópu (500kr) og jafnvel ef vara er í lægra vsk þrepi (11%) en við notumst við þetta algengasta hér.
Svo ef notast er við t.d. Visa kort þá er verð áframreiknað í krónur dýrara.

Útreikningur – Mynd: Vangaveltur.is / Hjalti
Má bjóða þér að deila þessari síðu?
  •  
  •  
  •  
  •  
  •  
  •  
  •  
  •  
  •  
  •  
  •