Hvað er PayPal og afhverju er mælt með því?
PayPal er þæginleg og örugg leið til að versla á netinu þegar kemur að því að vernda korta og banka upplýsingarnar þínar.
Oftar en ekki er erfitt að vilja slá inn korta eða banka upplýsingar á netinu þar sem maður getur verið hræddur að þær upplýsingar rati í rangar hendur.
En þar stígur paypal inn og hjálpar þér að þurfa ekki að senda þessar upplýsingar beint á þá aðila sem reka síðuna sem þú ert að versla hjá.
Paypal virkar þá þannig að þú sendir greiðsluna á paypal sem síðan áframsendir hana á eftirfarandi síðu sem þú ert að versla á. Þá fær seljandin aðeins upplýsingar um að greiðslu frá paypal en ekki beint frá þér.

Kaupandavernd PayPal
Paypal er öflugt tól fyrir neytendur. Ef að þú borgar með PayPal og varan kemur ekki, kemur skemmd, röng vara send eða vara er ekki eins og henni var lýst, þá tekur kaupandavernd PayPal við. (e. Buyer Protection)
Ef seljandi neitar að leysa úr ágreiningi um pöntunina þá hefur þú samband við PayPal og útskýrir þitt mál. Þeir skoða málið og ef þeir eru sammála þér þá endurgreiða þeir þér vöruverðið og fara í hart við seljanda.
Mikilvægt er þó að passa að bíða ekki of lengi eftir því að notast við þessa þjónustu þar sem umsókn um endurgreiðslu verður að berast innan 180 daga frá því að greiðsla er framkvæmd.
Það getur tekið 20 daga að ganga frá endurgreiðslu og er eingöngu gert ef að ekki næst samkomulag milli kaupanda og seljanda. PayPal mun reyna að semja við seljanda fyrir þína hönd en þú verður að sýna fram á að þú hafir reynt að semja við seljanda áður en þú hefur samband við PayPal.
Hvernig passa ég upp á örugg viðskipti á netinu?
Góð þumalputta regla er að versla aldrei á netinu hvort sem það er í gegnum paypal eða aðra þjónustuaðila á opnum wifi tengingum (e. HotSpot). Þar sem hver sem er getur verið tengdur við sama wifi á sama tíma og á þá auðveldara með að nálgast þig og þínar upplýsingar.
Ef það eru einhverjar síður sem bjóða upp á paypal en þú ert samt ekki viss um öryggi þeirra, getur þú prófað að senda línu á paypal og spurja þá út í umrædda síðu og fá staðfest frá þeim hvort síðan sé örugg eða ekki.
Paypal tekur þitt öryggi á netinu mjög alvarlega og passar upp á að upplýsingarnar þína séu öruggar, t.d. passa þeir upp á að vafrinn sem þú notar sé örugglega með nýjustu uppfærslur af „gagnakóðunartækni“. Einnig geyma þeir allar sínar persónu upplýsingar á netþjón sem er ekki tengdur við internetið.