Að rekja sendingu

Hvar er sendingin mín staðsett í heiminum?

Núna er orðið afar auðvellt að vita hvar í heiminum pakkinn þinn er staddur.
Mismunandi er það þó hversu hratt pakkinn þinn ferðast um heimin og fer það yfirleitt eftir hvaða sendingaraðila er verið að nota.
Auðveldast er að nota síðuna 17track.org fyrir alla helstu pakka sem maður vill finna.
Þar sem 17track getur fundið nánast hvaða pakka sem, og gefur þér mjög nákvæma staðsetningu á hvar pakinn þinn er.

Hvernig á maður að rekja sendingu?

Til þess að rekja sendingu þá verður þú að hafa sendingarnúmer (e. tracking number) frá sendanda. Þau númer eru mismunandi eftir því hvaða sendingaraðila er verið að notast við hverju sinni. Þú skráir það númer á viðeigandi leitarsíðum og átt þá að fá uppgefið staðsetningu og stöðu sendingar. Listi yfir leitarsíður er hér að neðan.

Afhverju ekki bara að nota „finna pakka“ á síðu Íslandspósts?

Auðvitað er það hægt, en stundum rekur maður sig á það að finna ekki pakkan sinn þótt aðrar síður finni hann með sama sendingarnúmeri. Það er vegna þess að Íslandspóstur á það til að breyta sendingarnúmerinu eftir að sendingin er komin til landsins.

Eru til fleiri síður til að rekja pakka?

Það er til heill heimur af síðum til að rekja pakkan þinn. Hér fyrir neðan ætlum við að nefna nokkrar síður sem okkur finnst þæginlegast að nota.
(smelltu á nafnið til að fara yfir á viðkomandi síðu)

17 Track

Hægt að nota til að rekja flestar sendingar, hvaðan sem er úr heiminum.

PostNL

Svipuð síða og 17track. Virkar best fyrir sendingar frá vöruhúsum í Hollandi.

DHL

Aðeins fyrir sendingar frá DHL. En skilar mjög nákvæmum upplýsingum fyrir þær sendingar.

UPS (express.is)

Aðeins fyrir sendingar frá UPS Express. En skilar mjög nákvæmum upplýsingum fyrir þær sendingar.
Sértu með sendingar frá USPS eða UPS standard, þá sér pósturinn um þær sendingar.

TNT

Aðeins fyrir sendingar frá TNT. En skilar mjög nákvæmum upplýsingum fyrir þær.
Reynir þú að rekja sendingu hjá þeim sem þeir eru ekki að sjá um færð þú stundum upplýsingar um hver er að senda pakkan þinn og þeir vísa þér þá á tilheyrandi síðu til að rekja pakkan þinn.

FEDEX (Ice Transport)

Aðeins fyrir sendingar frá Fedex. En skilar mjög nákvæmum upplýsingum fyrir þær.

Íslandspóstur

Íslandspóstur sér um allar sendingar sem hafa sendingarnúmer sem byrjar á 2 bókstöfum og enda á 2 bókstöfum, með 9 tölustöfum á milli. XX123456789XX

Má bjóða þér að deila þessari síðu?
  •  
  •  
  •  
  •  
  •  
  •  
  •  
  •  
  •  
  •  
  •